Thursday, September 08, 2005

Haust

ÉG lifði lengi í þeirri veiku von, að það kæmi ekki fyrr en eftir 2-3 vikur.
En nú eru nokkur atriði sem benda til þess að það sé komið til að vera, haustið!
Fyrsta ábending: kuldi og miklar rigningar.
Önnur ábending: snjóað hefur í kartöflugarðinn minn fyrir austan húsið.
Þriðja ábending: ég þurfti að skafa af bílrúðunum í morgun!
Fjórða ábending: sendi Mikael með kuldagallann í leikskólann, og hann var í honum í útiveru.
Fimmta ábending: og sú sem gefur sem gleggsta mynd af ástandinu; ég er komin með KVEF!!!

Svo nú gengi ég um með rautt nef og rauðan trefil í hvítri dúnúlpu.

ÉG hélt að kvefskammturinn minn hefði klárast í janúar, en þá laggðist ég í rúmið með ófétis pest, en þá varð til þessi hnoðskapur:

"Er sækir á kvefpestin sárlega
þá skal það ákveðið klárlega,
og fyrir öllum skal sanna
og í hvelli það banna
að haf 'ana oftar en árlega."

Jæja, það er best að hita kakó og setja slettu af "amaroulla" útí og sjáa svo til hvort ég lagist ekki!
Verð a.m.k að vera klár í gangnaslaginn á laugard.
Skilst á honum Sve bró. að það dæmist á mig að fara upp á topp! Þar sem Árni stakk af suður, Þórður verður ósofinn og Nonni að gera eitthvað allt annað en að smala ;)
En við sjáum nú til hvað verður....

Gleðilegt haust;)

Till next...adios