Tuesday, July 31, 2007

Ætlar hann að rigna?

Það er spáð rigningu í dag, en ennþá hangir hann þurr.
Ég er reyndar búin að "bíða eftir" rigningu í nokkra daga, og þá bara til þess að nenna að hanga inni og laga til!
Ætlaði að vera svo dugleg að taka allt í gegn hjá mér í sumarfríinu, en hef þess í stað nánast varla stoppað við innandyra.
Og á meðan hleðst upp skítur og drasl, er alvarlega að spá í að fara með garðhrífuna í herbergið hans Kristjáns og raka bara gólfið og moka í poka.
Sennilega myndi hann sakna nokkra tölvuleikja og blaða, en ég er farin að sakna þess að geta ekki gengið á gólfinu þarna inni hjá honum!

Það var agalegur kaffiþamb-dagur í gær hjá mér.
Ég byrjaði á því að rölta með strákana niður í bæ í góða veðrinu og við fórum á Bláu könnuna og fengum okkur kaffi og kökur ;) þeir fengu sér reyndar gos...
Ætlaði fyrst á bókakaffið í Eymundson, en þar sem þeir eru svo gáfaðir að hafa bara 5 borð, þá er bara nánast alltaf fullt þegar maður rekur nefið þar inn.
En jæja, svo var rölt heim og skömmu síðar fékk ég gesti, og þá var sko kjaftað og drukkið kaffi lengi vel.
Svo um kl.19:00 ákvað ég að þetta gengi ekki svona, og skellti mér í hlaupaskóna.
Skokkaði upp að Hömrum og þar einhvern götuslóða til baka.
Held að ég hafi bara ekki skokkað svona langt áður án þess að stoppa nema einusinni og þá bara gekk ég hratt í smá stund.
Pantaði svo pizzu þegar ég kom heim, skellti mér í sturtu og var bara nokkuð góð. Sofnaði ekki einusinni yfir sjónvarpinu!!!
Þetta er allt að koma :)

Till next...adios

Monday, July 30, 2007

Nýr dagur

Og ný fyrirheit...eða þannig.
Það rættist bara helling úr gærdeginum, svona miðað við nóttina á undan.
Ég og Mikael fórum í langan hjólatúr (Kristján nennti ekki með þar sem hann var með gest) , við hjólumum út í Kjarnaskóg, löbbuðum (ég reyndar reyndi að skokka aðeins) hringinn og hjóluðum svo neðri leiðina til baka. Þ.e.a.s við hjóluðum niður á Drottningarbraut og um innbæinn í miðbæinn og þaðan heim.
Var orðin mjög svöng eftir þetta allt og át allt sem hönd á festi þegar ég kom heim, sem var nú reyndar ekki svo mikið. Þurrar bruður voru alveg príðis góðar :)
Ákvað svo að hafa kvöldmatinn í fyrra fallinu, og dreif mig svo með strákana í bíó.
Eða frekar lét ég undan miklum þrýstingi um að fara með þá í bíó.
Á Simpsons the movie.
Stórkostlegasta fjölskyldumynd allra tíma!
Stóð í dagskránni...hummm, veit ekki alveg hvort ég er sammála. Fannst Harry Potter mun skemmtilegri ;) Fannst líka orðbragðið full gróft stundum miðað við að þetta á að vera fjölskyldumynd. Það er alveg hægt að draga aðeins úr blótsyrðum, a.m., þeim allra grófustu. En það var greinilega ekki gert.
Ég og Mikael fórum á íslensku útgáfuna, en Kristján á enska talið. Ég var nú reyndar mjög ánægð með það að báðar útgáfurnar voru sýndar á sama tíma. Gátum því farið öll saman, þótt við færum ekki í sama salinn.
Bíóið var troðfullt, biðröð í miðasöluna og biðröð í nammisöluna og biðröð inn í salinn. Svo var ekki farið að helypa inn fyrr en 5 min fyrir sýningu, svo maður stóð þarna í kraðakinu í dágóða stund. En svo viti menn, þá var opnað inn í A-salinn (með enska talinu) og það geystust allir þar inn! Ég hugsa að við höfum verið ca.10 sem vorum í B-sal á íslenska talinu.
En það var bara fínt, mér finnst alltaf best í bíó þegar það eru fáir ;)
Ætla nú ekki að fara að leggja mikla dóma á þessa mynd, hef ekki horft það mikið á Simpsons þættina að ég hef ekki mikið vit á þessu.
Ég hló nú kanski tvisvar, þrisvar sinnum, glotti annað slagið en fannst þetta oft á tíðum vera alveg yfirgengilegt rugl!
En strákarnir voru voða sáttir og fanst gaman svo ég sá ekkert eftir þessari bíómyndarferð :)

Er strengjalaus í fótunum í fyrsta sinn í viku!
Er að hugsa um að halda upp á það með því að fara út að skokka seinnipartinn ;)
Sjáum til.
Er reyndar að verða svo skotin í hlaupaskónum mínum að ég gæti næstum bara sofið í þeim, þeir eru svooooooooo þægilegir :)

Till next...adios

Sunday, July 29, 2007

Þegar maður heldur...

að allt sé í lagi, þá er það pottþétt ekki!
Eða svoleiðis virðist það a.m.k vera hjá mér.
Alveg merkilegur ands...að þegar manni finnst bara allt ganga vel og er ekkert að hafa miklar áhyggjur af hlutunum, þá fer eitthvað úrskeiðis.
Annars byrjaði gærdagurinn alveg ágætlega. Vann fyrir eina sem þurfti að bregða sér í brúðkaup. Mikael var hjá pabba sínum á Dalvík, og Kristján heima að slæpast að venju.
Ég fékk meira að segja pakka frá vinnufélögunum, af því að ég er að hætta :) og get núna farið á snyrtistofu og látið gera mig sæta ;)
Fannst það alveg æðislegt og er alveg rosalega ánægð með það, gott að eiga svona góða vinnufélaga :)
Svo seinnipartinn hjóluðum við Kristján aðeins um bæðinn og enduðum á Búllunni og fengum okkur rosa góða hamborgara.
Svo um kvöldið rölti ég til vinkonu minnar með smá bjór í poka og við sátum og kjöftuðum um háskólann, karlmenn og margt margt fleira. Rosa fínt, og eins og glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á, þá hafði þetta bara verið hinn ágætasti dagur.
En uppúr miðnætti þá snarbreyttist það.
Fékk hringingu frá pabba hans Mikaels. Hann á það stundum til að hringja í mig þegar hann er með guttann (sem gerist nú reyndar ekki oft) og bulla eitthvað í mér, þykjast hafa verið tekinn fastur fyrir dópsölu og vera með guttann á löggustöðinni, eða að hafa verið meða hann að veiða og hann hafi dottið í sjóinn...eða eitthvað álíka rugl. Og vá hvað mér finnst þetta mikið pirrandi og asnalegt. Og þarna hringdi hann eftir miðnættið og sagði að hann væri í smá vandræðum, það væri þarna kona frá barnaverndarnefnd sem vildi tala við mig og....ég varð frekar pirruð sagði honum að hætta þessu bulli, þetta væri ekkert fyndið og ég væri orðin mjög þreytt á þessum húmor hans!
En hann sagðist ekki vera að bulla og svo kom bara kona í símann og sagðist vera frá barnaverndarnefnd Dalvíkur.
Púfff, mér náttúrulega krossbrá. En þá voru málin þannig að Hafþór hafði farið út á pöbb að kaupa áfengi fyrir sig og einhvern nágranna, og nágranninn var að passa á meðan!
Svo fór nágranninn eitthvað að verða hræddur um að Hafþór kæmi ekkert aftur (greinilega búinn að vera í burtu í góða stund) og hringdi í lögregluna, sem hringdi svo aftur í barnaverndarnefnd sem gekk svo í málið.
Þetta var nú óskup viðkunnaleg kona, sagði að Hafþór væri ekkert rosalega fullur, en það væri greinileg vínlykt af honum og ég þyrfti bara að ákveða hvort hún kæim með strákinn til mín, eða hvort hún ætti bara að skilja þá fegða eftir.
Ég þurfti nú ekki að hugsa mig lengi um, bað hana vinsamlegast að keyra hann til mín, þar sem ég var búin að fá mér bjór (sem betur fer ekki nema 2) þá gæti ég ekki skutlast eftir honum. Þetta var bara minnsta málið, og guttinn var vakinn og ég sagði honum að "góða konan" ætlaði að keyra hann til mín. Svo talaði Hafþór aðeins við mig aftur og sagði að ég gæti "ekki gert sér þetta"! En í minni orðabók þá sá hann nú alveg um að gera sér þetta sjálfur, svo að mér var ekki hnikað nema síður væri!Arg! Þegar þarna var komið við sögu var ég orðin mjög mjög mjög reið.
Svo skokkaði ég heim og beið eftir Mikael. Konan frá "nefndinni" var fín, sagði að það yrðu svo sem engin eftirmáli að þessu, hún þyrfti bara að láta "nefndina" á Akureyri vita að hún hefði keyrt strákinn hingað til mín. Sagði að hann Hafþór hefði ekkert verið "mikið" fullur, en samt svolítið valtur á fótunum þegar hann var að hjálpa Mikael í fötin, og svo hafði hann verið með fullan haldapoka af víni með sér.
Mikael stökk beint í fangið á mér, ég spjallaði svo aðeins við hann og kom honum í rúmið, þar sem hann fór að hágráta og leið mjög illa. Eðlilega skildi hann ekki neitt í neinu. Vonandi hefur Hr.H þótt þetta fyllerí vera þess virði!
Ætla svo ekki að skrifa meira um þetta, gæti þá átt það til að skrifa einhver mjög ljót orð.
Kanski finnst líka einhverjum það vera óviðeigandi af mér að blogga um þetta, en þar sem að ég ætla ekki að taka þátt í neinum feluleik þá, finnst mér líka bara fínt að fá smá útrás og skrifa þetta hér.
Og ef einhver hneikslast; þá bara ekki lesa þetta ;)

Till next...adios

Friday, July 27, 2007

Ááááátakk

Sælt veri fólkið :)
Ég virðist vera mun duglegri að blogga þegar ég er í sumarfríi....hugs...hvernig ætli standi á því?
Ekki það að ég hangi í tölvunni allan daginn, o sei sei nei.
Mín fór nefnilega aftur út að skokka í gær! Út í Kjarna og til baka (verð að taka það fram að ég skokki aftur til baka líka, annast gæti fólk haldið að ég hafi gefist upp og húkkað mér far til baka).
Get sagt ykkur það, að eftir það skokk, þá sögðu fæturnir á mér stöðu sinni lausri, fóru í verkfall og hefðu eflaust flutt að heiman ef þeir væru ekki mjög vel fastir við restina af mér.
Var svo heppin að Mikael sofnaði yfir teiknimynd svo ég skreið bara uppí sófa til hanns og sofanði aðeins með honum. Og þá fyrst gat ég harkað af mér að fara í sturtu og elda kvöldmat.
Fór svo í búð í dag og eignaðist þessa forlátu hlaupaskó :) bara svo ég gefist ekki upp alveg strax ;)
Eflaust spyr sig einhver: "hvað gengur nú á fyrir henni að vera að þessum hlaupum"?
En svarið er einfalt; ætla að reyna að auka aðeins þolið hjá mér, þar sem ég geri eflaust lítið annað en að sitja á rassinum í vetur, og þá gengur mér líka betur að hlaupa á eftir kindunum hans Sverris í haust ;)
Svo á það alveg eftir að koma í ljós hvort ég fer að hlaupa alla daga vikunnar, í hvaða verðri sem er, alla daga ársins, eins og flestir hlaupabrjálæðingar landsins....sjáum til með það ;)

Grasið grær sem aldrei fyrr í garðinum hjá mér. Náði nú loksins að hitta á eiganda efstu hæðarinnar, hann lofaði öllu fögru og ætlar þvílíkt að redda öllu og láta slá garðinn.
Svo ég bíð þolinmóð, reyni að halda ró minni á meðan að ég þarf ekki sveðju til að komsat út úr húsi. Þetta fer að verða eins og vafningsviðurinn sem óx utanum höllina hjá þyrnirós...nema hvað að það er kanski ekki alveg eins rómó að húsið umvefjist grasi....hvaða prins nennir að mæta með sláttuorf og berjast við mjálmandi ketti á leið sinni til að kyssa mig??? ;)
Bíð spennt....bæði eftir prinsinum og hvort að garðurinn verði sleginn. Og ef satt skal segja, þá er ég hreinlega ekki viss um hvort er ólíklegra....

Till next...adios

Wednesday, July 25, 2007

Bolla

Fékk smá örlítið áhyggjuflökt í dag.
Þar bar nefnilega svo við, að í gærmorgun eldsnemma, fór ég með pössunarkisuna mína í aðgerð á dýraspítala hér í grennd. Nú átti sem sagt að taka fyrir fleiri kettlingaeignir á þessum bæ.
Svo náði ég í hana í dag, eftir heitupottaliggjuna, og ætlaði að drífa köttinn inn og fara svo með Kristján á Subway. En það vildi ekki betur til en svo, að þegar ég tek Bollu (það er sko kötturinn) út úr bílnum, þá stekkur hún af stað úr fanginu á mér og spyrnir klónum í nefið á mér!
Og þar sem nefið mitt er mjög, og þá meina ég MJÖG viðkvæmt, þá auðvitað missti ég köttinn. En hann stökk nú bara inn í garð, svo ég hafði ekki miklar áhyggjur. Þekkti sig nú inn í garðinum, þótt grasið vaxi þar hraðar en arfi og algerlega óáreitt.
Svo leið dagurinn, fór á Subway með Kristján, svo heim, engin Bolla... Náði í Mikael í íþróttaskólann, engin Bolla....fór í búðina fyrir mömmu, engin Bolla....fór í sveitina og dvaldi þar dágóða stund (og fékk góðar kjötbollur og ábrystir í eftirmat, nammi namm), engin Bolla!
Var farin að sjá fyrir mér jafn dramatístkan atburð og með hann Lúkas ræfilinn, ljótasta hund íslands...nei ég meina frægasta hund íslands í dag. Hann stökk einmitt svona í burtu eftir ófrjósemisaðgerð, var týndur, drepinn og upprisinn allt á nokkrum vikum.
Úff, ég var farin að spá í hverju ég ætti að ljúga á netinu,;" það komu brjálaðir unglingar með skegg og höfðu kisuna á brott með sér í stórri sloggi brók, og gengu eflaust í skrokk á henni, hef ekki séð hana síðan". Hefði svo fundið upp eihver nöfn á einhverju fólki sem mér finnst skilið að missa æruna! En kanski yrði ég svo kærð 700 sinnum þegar kattarræksnið skilaði sér í minkagildru mánuði seinna, með fugl í kjaftinum.
Enda læddist litla greyið hér inn um gluggann fyrir 2 tímum og liggur malandi við fætur mér ;)
Þarf ekki að gera veður úr þessu úr þessu ;) Sjúkkitt!
P.s smá hugsun; eru "hundavinir" ekki mannavinir?

Till next...adios

Taka tvö

Ég var svo þreytt, eða öllu heldur örmagna í gær, að ég meikaði ekki að skríða að tölvunni og blogga.
Og ástæða þessara þreytu/örmögnunar minnar var sú að ég var með örlitla strengi eftir skokkið í Kjarna daginn áður.
Og til að taka á þessum strengjum og ná þeim úr mér, fannst mér alveg tilvalið að hjóla smotterí.
Og það gerði ég.
Ætlaði fyrst ekkert að hjóla neitt mjög langt, en fyrr en varði var maður kominn langleiðina að Hrafnagili og fann ekki fyrir neinu, ekkert mál að hjóla og sól og blíða og nánast logn.
Auðvitað varð ég svo að hjóla "réttu megin" til baka. Það þýðir það að maður þarf að hjóla upp þessa rosalegu brekku (Laugalandsbrekkuna)! En þar sem mér fannst það til þess vinnandi að geta þá bara nánast runnið í bæinn ( og vera réttu megin), þá dreif ég mig upp brekkuna.....labbaði nú reyndar ca helminginn af henni.
En viti menn, hafði þá ekki bara byrjað að blása úr norðri! Kanksi hafði maður verið með einhvern smá gust í bakið á suðurleiðinni (kanski þess vegna sem það var svo létt, hummm), en nú þurfti maður sko alveg að hafa fyrir því að hjóla í bæinn. Þurfti meira að segja að hjóla niður Grafarklaufina (svona fyrir þá sem vita hvar það er;)!
En þetta endaði sem sagt í rosa púli og ég var svoooooo þreytt þegar ég kom heim að ég rétt náði að skríða í sturtu og gefa strákunum að borða áður en ég lognaðist útaf í sófanum.
Kom svo við í eldhúsinu á leiðinni í rúmið seinna um kvöldið og át u.þ.b 100 gr. af 70% súkkulaði og skolaði því niður með 1/2 L af mjólk!
Fer að verða spurning hvort ég léttist eða þyngist í þessu átaki mínu ;)
Tók svo, að ég held, skynsömu ákvörðun í dag að fara bara í sund og ekki til að synda, heldur bara liggja í heitum pottum og í eymbaðið :)
Er að verða nokkuð strengjalaus og stekk eflaust á stað í skokk/hlaup/hjól eða eitthvað á morgun ;)

Till next...adios

Monday, July 23, 2007

Átak

Veit ekki alveg hvaða flugutegund ég fékk í höfuðið í dag, en ég fékk a.m.k flugu í höfuðið og fór út að skokka!!!!
Já, þetta er ekki innsláttarvilla, ég fór í gamla strigaskó, (flatbotna og eiga sennilega ekkert sameginlegt með þeim skóm sem "venjulegir" skokkarar bera á fótum sér)... og skokkaði af stað.
Þar sem ég var nú komin af stað, ákvað ég að skokka bara út í Kjarnaskóg. Og það gerði ég.
Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er langt, en þegar ég kom út í Kjarnaskóg, þá skokkaði ég hringinn í skóginum og svo aftur til baka. Ok, ég labbaði svona stundum inn á milli...ætlaði nú ekki alveg að drepa mig svona strax!
Hingað til hef ég látið mér nægja, að keyra á bíl út í Kjarna, labba hringinn og keyra svo heim aftur....og það svona 3-4 sinnum yfir sumartímann, og þá bara í sól og blíðu :)
En ekki nóg með það, þá hjólaði ég líka upp í KA heimili og sótti Mikael í íþróttaskólann og hjólaði með honum heim aftur.
Svo nú er stóra spurningin hvort ég læt þessa hreyfingu duga fyrir sumarið, eða haldi þessu eitthvað áfram....ætla að taka nokkra daga í að hugsa málið ;)
Og svona til að kóróna heilsuátak dagsins, þá hafði ég soðna ýsu í kvöldmatinn.
Langaði nú meira til þess að fara á kaffihús og fá mér feita rjómatertusneið, en ég verð að hugsa um snáðana mína og reyna að troða einhverri hollustu í þá ;)
Læðist bara í súkkulaðið þegar þeir eru sofnaðir ;)

Till next...adios

Sunday, July 22, 2007

Breytingaskeið

Já, það er ekki seinna vænna.
Held að ég sé komin á breytingaskeiðið. Er svo mikið að hugsa um alskyns breytingar
og stend frammi fyrir hellings breytingum.
Í fyrsta lagi, er ég hætt að vinna á vinnustað sem ég hef unnið á sl.16 ár!
Úff pínu skerí....
Og í öðru lagi, er ég að fara í skóla þar sem ég verð í skólanum, þá meina ég í sjálfri skólabyggingunni með kennurum og öðru fólki.
Hef bara verið í fjarnámi á þessu áður umtalaða 16 ára tímabili.
Og vegna allra þessa breytinga er ég svona að hugsa um að breyta kanski bara sjálfri mér í leiðinni. Kanski kominn tími á það eftir 37 ár. ;)
Er að hugsa um að verða þessi rólega týpa, hætta að segja klámbrandara og syngja klámvísur þegar ég fer á fylleri. Sitja frekar bara pen og dreypa á hvítvínsglasi og hlusta á hina.
Það væri alveg nýtt fyrir mér, þar sem oftast vil ég að allir hlusti á mig ;)
Á það til að vera svolítið athygslissjúk þegar áfengismagnið í blóðinu nær vissu stigi....
Svo þetta gæti orðið athyglisvert. Enda þótt ég viti það vel að þetta verður mikið átak fyrir mig, þá er allt í lagi að reyna ;)

Till next...adios

Saturday, July 14, 2007

Laugardagskvöld

Nálgast miðnætti, og ég var að enda við að hengja upp þvott...
Partý-girl what! hmmmm
Enda er þetta bara hið besta mál. Í þessi síðustu skipti sem ég hef farið "út á lífið" sem mætti frekar kalla "út í heim hinna fullu og ráðviltu", þá hef ég fundið það, að maður er ekkert að missa af sérstaklega miklu.
Það er fínt að fá sér í glas í góðra vina hóp, og röfla dálítið og slúðra smávegis...en þegar maður kemur út í hringiðuna, þá er sko bara betra að passa sig.
Hefur stundum komið sér vel að fara "út á lífið" í hlaupaskónum ;)
Fínasta líkamsrækt: glasalyftingar og karlafráhlaup ;) hehe
Gæti kanski gerst einkaþjálfari...

Þetta var annars útúrdúr, get svo sem alveg viðurkennt það að yfirleitt verð ég alveg drullufúl ef það reynir enginn við mig þegar ég fer "út á lífið". En svo aftur á móti læt ég oftast eins og andsk.við þessi grey sem reyna við mig þegar ég fer "út á lífið".
Svo sennilega er ég bara uppfull af hroka og yfirlæti. Farast úr egói og finnst að heimurinn ætti aðallega að snúast um mig. Skil svo ekki neitt í neinu þegar beini og breiði vegurinn reynist bæði grýttur, hlykkjóttur og jafnvel ófær á köflum.
Vegagerðin hefur svo sem aldrei staðið sig neitt sérstaklega vel, og hvað þá að hún nenni að hugsa um minn prívat veg ;)
En áfram ég arka á götóttum gönguskóm
og geng yfir hóla og hæðir
á veginum verða urðir og erkiflón
sem vonlitla sál mína hræðir.

Annars ætla ég að taka það fram, svona til að fyrirbyggja allan misskilning, að ég er alls ekki í neinu þunglyndiskasti eða neitt svoleiðis. Er alveg í ágætis skapi. En einhverra hluta vegna virðast skrif mín alltaf beinast á svona frekar neikvæðar brautir. Kanski er ég bara að skrifa mig frá þessum litlu leiðindum sem hafa þjakað mig ;)

Fór að spá í það í gær hvort það væri nokkuð of snemmt að fara að kaupa sér skólabækur?
Og þá kanski að byrja að lesa aðeins... aðallega allar þessar á ensku ;)
Þarf nauðsinlega að huga að fartölvukaupum...einhendi mér í það þegar sumarfríið byrjar.
Vinna í viku enn og svo FRÍ :) jibbí
Læt ykkur ein með hugsanir ykkar í bili...

Till next...adios

Friday, July 13, 2007

Af hverju...

Af hverju...
- klæðir maður sig fínt uppá, en drekkur sig svo svo dauðadrukkinn að maður kemst ekki einusinni á ball?
- fellur maður aftur og aftur í sömu gryfjuna, þótt maður viti óskup vel af henni?
- er maður svona fljótur að gleyma mistökum sínum?
- er sumu fólki skítsama hverjum það traðkar á á leið sinni um lífið?
- ælir maður ef maður hefur drukkið of mikið áfengi?
- öfundar maður stundum fólk sem er ekkert hamingjusamara en maður sjálfur?
- er ekki búin að vera meiri sól hér fyrir norðan í sumar?
- get ég ekki skrifað gáfulegra blogg en þetta núna?
- hætti ég ekki bara núna og skrifa meira seinna og kanski í öðrum stíl en þetta?
Till next...adios