Tuesday, April 17, 2007

Kettir


eru til margra hluta nytsamlegir



T.d flottir sem bókastoðir :)

Það ættu allir að eiga einn, og geta fengið þá hjá mér ;)

Annars er það helst í fréttum að það er aaaaaaaalveg að koma sumar...

Alveg satt, sumardagurinn fyrsti er ekki á morgun heldur hinn, og ég er þess fullviss að þetta verði veðurblandið sumar.

Einhver rigning, eitthvað rok, einhver sól og eitthvað logn...

Ég er nefnilega svakalega flink í að spá í veðurfar komandi mánaða. Ég spáði því t.d í haust að þetta yrði mjög snjóþungur vetur!

Fyrsti veturinn sem ég man eftir að hafa ekki þurft að moka bílinn upp allan veturinn!

Reyndar hefur verið einhver snjór jú, en ekki neitt til að tala um.

Nú er kosninga baráttan að fara á fullt. Og hef ég hugsað mér að vera með nokkra mjög pólitíska pistla hér á þessu bloggi.

Rak nú reyndar augun í kosningaloforð frá samfylkingunni áðan: "400 ný öldrunarrými" Vá, ef maður hefur heyrt eitthvað áður ´þá er það þetta!

Það væri nærri lagi að moka pening í heilbrygðisgeirann, vinna upp biðlista og gera fólk það hraust að það geti bara séð um sig sjálft ;)

Svo er nú ekki nóg að bæta við rúmum eða rýmum, ef enginn er til að hugsa um gamla fólkið á þessum heimilum. Er ekki allt í lagi að sinna fólkinu svolítið betur fyrst?

Gæti verið að það þurfi kanski að gera þessar umönnunarstöður örlítið meira aðlaðandi fyrir fólk að sækja í ?

Svo eru íslendingar að drepa sjálfa sig og alla í kring með þessu innistæðulausa snobbi sínu.

Það er ekki nógu "fínt" lengur að vera bóndi, sjómaður, fiskverkandi eða bara almennur verkamaður lengur.

Nei, allir eiga að læra nógu mikið, verða háir herrar , fá fullt af peningum og verða sama um allt og alla í kringum sig!

Hvernig haldið þið að ísland liti út ef allir, já ég meina allir, færu í langskólanám og hér yrði ekki þverfótað fyrir læknum og lögfræðingum og öðrum fræðingum?

Sennilega myndi allt vaða í lögsóknum í garð lækna og allt löðrandi í sorpi, skít og öðrum óhroða sem þessi aðall myndi óhjákvæmilega skilja eftir sig.

Væri ekki bara alveg upplagt að minnka launamuninn (sem alveg spauglaust getur talið í miljónum áa mánuði) og gera öll störf eftirsóknaverð.

Þá hættir fólk að eltast við peninga í þessum og hinum geiranum, og fer loksins að vinna við það sem því finnst áhugavert.

Vá hvað ég yrði frábær einræðisherra :)

Till next...adios

Sunday, April 15, 2007

Hummm



Ég er nú ljóti hálfvitinn... ég fór nefnilega ekki á ljótu hálfvitana í gærkv. eins og ég hafði ætlað mér...heldur fór ég að sjá ljótu fíflin í Freyvangi. En þar var lokasýning á Prímadonnunum.


Tókst það bara allt ljómandi vel. Ég tók hann Mikael með mér að sjá, og ætlaði svo að skutla honum í bæinn og kíkja aftur í Freyvang, þar sem ég vissi að einhverjir ætluðu eitthvað að lyfta glösum.


En viti menn, ég keyrði Mikael heim jú, en settist svo aðeins niður með honum fyrir framan sjónvarpið og steinsofnaði !!!


Og mín var greinilega ekki saknað meira en það í leikhúsinu að það var enginn að hafa fyrir því að hringja neitt í mig og athuga með mig...


En ég vaknaði a.m.k mjög hress í morgun, og er bara mjög sátt við þetta allt saman.


Gott að vita af því að fólk getur skemmt sér án þess að ég sé á staðnum. Þótt ég sé þess nú fullviss um það að það skemmti sér a.m.k ekki eins vel ;)

Jæja, ætla að fá mér ferskt loft fyrir svefninn.

Till next...adios

Friday, April 13, 2007

Föstudagur


Gott kvöld,

Í fréttum er þetta helst:

Ekkert að frétta ;)


Samt einhver agalegur föstudagsfílingur í mér, kanski bara afþví að það er föstudagur...

ekki gott að segja.

Annars er ég ný komin úr litun og klippingu, og er þar af leiðandi aðal gella ársins ;) a.m.k í dag...

Nú á ég bara eftir að fara í lit og plokk, og þá er ég reddý fyrir fermingu ;)

Það er að verða alveg agalega stutt í fermingu...rétt vika.


Jæja, ætla að fara út og anda að mér vorloftinu og fíla náttúruna þar sem hún grær :)
Stefni á að fara á "Ljótu hálfvitana" á Græna hattinum annað kvöld :)
Mæli með að allir fari að mínu fordæmi...
Till next...adios


Sunday, April 08, 2007

Minning



Friðrik Jónsson




Fæddur 16.desember 1924


Dáinn 04.ferbrúar 2007








Það er margs að minnast.

Hugsanir manns fara um víðan völl, staldra við þar og hér og þjóta svo áfram um farinn veg.

Fyrst og síðast mun ég minnast þín pabbi minn fyrir það hvað þú varst heilsteiptur karakter. Maður bara takmarkalausa virðingu fyrir þér.

Fyrstu minningarnar um þig er þegar þú tókst mig með í gönguferðir um landareignina. Líta eftir kindunum, eða hestunum eða bara labba um.

Mér fannst þetta alveg einstakt að labba um með þér og halda í stóru grófu hönd þína.

Að fara í reiðtúra var líka alveg einstaklega skemmtilegt.

Að "hjálpa" þér að leggja á Blesa gamla þegar þú varst að leggja af stað í göngur.

Biðja um að fá að smakka sykurvatnið í flotta vasapelanum sem þú tókst alltaf með þér í göngur.

Og taka á móti þér glöðum og rámum þegar þú komst úr göngunum.

Æskuminningarnar eru alltaf sveipaðar dýrðarljóma...að minnsta kosti mínar minningar.


Mér finnst líka eins og þú hafir alltaf verið að vinna. Ósérhlífinn og ætlaðist til mikils af sjálfum þér og okkur krökkunum líka. Þótt stundum hafi maður orðið þreyttur og pirraður, þá býr maður að þessu alla æfi.

Ekkert væl...bara gera það sem gera þarf.


Við vorum ekkert endilega alltaf sammála um allt, sérstaklega þegar ég var á seinnihluta unglingsárana...en í dag sé ég að oftast nær hafðir þú algerlega hárrétt fyrir þér.

En kanski vorum við líka bara dálítið lík í skapinu..örlítið þrjósk og pínu þver og ekki alveg alltaf tilbúin til að bakka með það sem sagt og gert var.

En alltaf stóðstu sem klettur við hlið manns þegar eitthvað bjátraði á.


"Honum féll aldrei verk úr hendi" - þetta er setning sem er eins og hafi verið samin um pabba.

Man ég sérstaklega eftir einu fyrir um 8 árum síðan, þá orðinn 74 ára gamall. Ennþá einn í búskapnum. Að um sauðburð þá hringir mamma í mig og spyr mig hvort ég geti komið í sveitina og farið aðeins í fjárhúsin fyrir pabba, því þá hafði svo mikið borið um nóttina að hann hafði ekkert sofið.

Það var nú ekkert mál, og ég var komin í sveitinu um 9 leitið um morguninn.

pabbi segir mér hvað þurfi að gera, hvaða lömbum á eftir að gefa lambatöflu og svo dríf ég mig út. Ég hugsa að ég hafi verið um 2 tíma í fjárhúsunum, og þegar ég kem inn þá býst ég auðvitað við því að pabbi sé sofandi...en nei, þá var hann sko búinn að hvíla sig nóg, drakk kaffi í eldhúsinu og sagði að fyrst ég væri nú á staðnum væri nú gott að nota tækifærið og gera girðingu svo hægt væri að byrja að hleypa lambánum út.


Svo það sem eftir var dagsins var verið að gera girðingu og gera það sem hann þurfti hjálp við.

Og alltaf fannst mér gott að geta hjálpað pabba.


Betri pabba hefði ekki verið hægt að hugsa sér.

Auðvitað var margt sem við áttum eftir að ræða, öll þín viska fór með þér.

Alltaf finnst manni maður hafa allan heimsins tíma

og alltaf kemur það manni á óvart þegar maður uppgötvar að maður hefur það ekki.


Elsku pabbi minn, takk fyrir allt og sérstaklega það að hafa verið pabbi minn.

Nú hvílist þú að loknu góðu dagsverki.






Gleðilega páska


Góðan dag gott fólk og gleðilega páska :)


Þetta er mynd af páska ungum.
Páskahretið lét ekki á sér standa , fremur en fyrri árin og gott er að geta treyst á eitthvað í þessum heimi ;)
Ég er alveg uppfull af visku og fróðleik þessa dagana, en alveg óvíst hvort ég nái að koma því frá mér hér á þetta blogg....það virðist eins og ég hálf blokkist þegar ég logga mig inn á bloggið. Og allt þetta skemmtilega sem ég ætlaði að skrifa lokast inn í skúmaskoti hugans.
Já og til hamingju með daginn Árni og Sigga Lára :) 1.árs brúðkaupsafmæli og ár síðan að Gyða litla var skírð...þetta man maður :)
Nú styttist í fermingu Kristjáns...21.apríl og sennilega er ég alltof róleg yfir þessu öllu saman. Virðist sem fólk fari á taugum þegar það fermi börnin sín. Er ekki bara nóg að koma krökkunum í kirkju á réttum tíma?
En endilega allir sem lesa þetta blogg eru velkomnir í sal Lundarskóla kl.17:00 fermingardaginn :)
Ég er búin að fá nýja nágranna, á hæðina fyrir ofan mig. Hef reyndar ekki hitt þau ennþá, bara heyrt í þeim!
Þau eiga pínanó.
Hef ekki orðið vör við það að einhver á heimilinu kunni á píanó.
En píanóið virðist vera þokkalega mikið notað...a.m.k miðað við kunnáttu.
Grannar mínir fara snemma á fætur...líka um helgar
Virðast einnig staðráðnir í því að læra einverntíman á píanó...alveg sjálfir.
Nóg af nágrönnum mínum.
Ætla ekki að hafa þetta blogg lengara í bili,
en vil minna á komandi kosningar... X-B
"berjumst til síðasta manns " ;)
Till next...adios