Wednesday, December 30, 2009

Áramót 2009-2010

Sælt veri fólkið :)

Já ég vona sko sannarlega að allir séu sælir og glaðir eftir jólin, já og að árið hafi verið sem best. Ég var að velta fyrir mér að skrifa svona annál, fyrir árið sem er að líða, hvað hefur gerst merkilegt og hvað ég hef gert merkilegt...en þegar ég fór að hugsa meira um það, þá datt mér rosalega lítið í hug!

Ég var náttúrulega í skóla nánast allt árið...tók sumarnám, sem reyndist svo talsvert mikið minna gáfulegt en stóð til. Ég fór til Reykjavíkur 1 sinni á árinu, í febrúar og ég fór 1 sinni til Egilsstaða, í júlí. (Ferðalög ekkert alveg að fara með mig).

Mikael Hugi æfði fótbolta í sumar og ég fór með hann á eitt fótboltamót á Ólafsfirði og annað á Árskógsströnd. Kristján var í unglingavinnu og vann á Minjasafninu á Ak.já og byrjaði svo í VMA nú í haust! Orðinn stór strákur ;)
Svo eins og sést hefur þetta ár liðið tiltölulega átakalaust, en einnig verið afar skemmtilegt, uppfullt af skemmtilegu fólki og góðum stundum með góðum vinum :)

Sumarið var ljúft, byrjaði með hita og sól, sem leiddi af sér margar sundlaugarferðir og heitupottasólbaðsstundir ;)

Já og svo var ég með í haustverkefni Freyvangsleikhússins, en þá var sett um Memento mori eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Það var klikk gaman að taka þátt í því :)

Það hefur svo sem alveg verið nóg að gera hjá manni, þótt maður hafi ekki verið að flengjast út um allar trissur :)

Það sem situr eftir í huga mér, þegar ég lít til baka, þá er það allt það góða fólk sem er í kringum mig :) Bæði fjölskylda og vinir, mér finnst ég endalaust heppin að þekkja svona mikið af yndislegu fólki :)
Svo ég vil enda þessar hugleiðingar mínar á því að þakka öllum liðið ár og vona að hið nýja verði ykkur öllum uppfullt af gleði og hamingju :)
Knús á ykkur öll!

Till next...adios

Friday, December 25, 2009

Gleðileg jól og farsælt komandi ár :)



Gleðileg jól til ykkar allra :) knús og kærar kveðjur,
þakka allt gamalt og gott og vona að nýja árið verði uppfullt af gleði og hamingju :)

Till next...adios

Monday, December 21, 2009

Jólajólajóla

Þetta er reyndar frekar villandi titill á bloggi, þar sem ég er voða voða lítið búin að jóla og er einhvernvegin fremur afslöppuð með þetta allt saman ;)
Er svo sem búin að kaupa einhverjar gafir, svo þetta verður allt í góðu :)
Svo koma Nonni bró og Kathleen um jólin frá Liverpool og það verður nú gaman :)

Enda eiga jólin að snúast um að hafa það gott, vera með ættingjum og vinum og borða góðan mat ;)en ekki missa sig í þrifnaðaræði og bakstursbrjálæði...nóg er nú af áreiti og stressi í kringum mann þótt maður taki ekki þátt í því ;)

Annars fékk ég inn síðustu einkunnina mína í dag...svo niðurstaðan var eftirfarandi:
Hagnýt íslenska: 8,5
Íslensir fjölmiðlar I: 8,5
Sjónlist-tónlist: 8,5
Málstofa í nútímafræði: 8
Nútímahugtakið: 8

og ég er bara reglulega sátt við þessar einkunnir :)

Svo nú er bara að tækla ræktina fyrir jólin, borða um jólin og njóta þess að vera til og knúsa strákana mína :)

Gleðileg jól allir saman og megi nýja árið færa ykkur endalausa hamingju og gleði :)

Till next...adios

Monday, December 07, 2009

Jólafrí ;)

Já, nú er maður bara dottinn í jólafrí ;) fun fun fun :)
Skilaði síðustu ritgerðinni fyrir helgi og hélt upp á það að fara í sveitina og hjálpa til við rúning á fimmtud. og föstudag :)
Gott að hreyfa sig aðeins eftir endalausar setur yfir facebook...nei ég meina yfir ritgerðarskrifum ;)

En hann Mikael er amk með tímasetningar nokkuð á hreinu, því hann varð svo lasinn seinnipart föstudag...og er búinn að vera slappur síðan litla skottið mitt :) En þetta er allt að koma, og ég vona að hann komist í skólann á morgun svo ég geti hætt að vera svona löt ;)

Svo var Kristján minn í stærðfræðiprófi í dag...og ég búin að krossa alla putta og vona að hann hafi náð þessu...finnst annars að það ætti að banna stærðfræðipróf, amk fyrir aðra en stæðrfræðinga eða þá sem virkilega vilja læra þetta ;)

Þannig að framundan er að kaupa jólagjafir, laga til, þrífa og fara í ræktina eins oft og ég mögulega get ;)

Látið ekki jólastressið fara með ykkur ;)

Till next...adios

Tuesday, December 01, 2009

Ritgerðir

Já, þegar maður ætti að vera að skrifa ritgerð, þá er mun meira freistandi að skrifa bara blogg í staðin ;) En það er ein af mínum mörgu snilligáfum að ýta stöðugt á undan mér því sem ég á að gera...er alltaf á síðustu stundu og dunda mér frekar við ekki neitt heldur en gera það sem ég ætti að vera að gera; skrifa ritgerð ;)
Annars tókst mér að klára eina í dag og sendi hana yfir í alnetið áðan, svo er bara að vona það besta. Svo núna á ég bara eftir að skrifa eina ritgerð...en hana þar ég samt að skrifa á morgun ;)en það er svona að vera ekki lögnu búin að því sem maður gat löngu verið búin með ;)

Svo er ég næstum búin að liggja í rúminu síðan á afmælinu mínu...endalaust flensuves...kannski ekki búin að vera nógu dugleg að liggja í rúminu og þess vegna búin að vera hálf-drusluleg í tvær vikur...hummm...en vona að þetta fari nú að lagast allt saman. Veit ekki hvort þetta er aldurinn eða bara tilviljun ;)

Svo núna planar maður að gera heilan helling í jólafríinu, sem er alveg að bresta á, eins og að mála bæði bað og eldhús, þrífa og tjilla :) Nenni samt ekki að missa mig í einhverju 12 sortum og rugli...baka bara með honum Kristjáni bakara ;) lukkast alltaf vel kökurnar hjá honum...eða reyni að halda kökuáti í lágmarki og taka ræktina með stæl í desember, það er sennilega eina vitið :)

Jæja, best að fara að sofa og safna orku fyrir ritgerðarskrif morgundagsins ;)
Knús á ykkur öll frábæra fallega fólk :)

Till next...adios