Jæja, nú þarf ég ekki að skrifa ritgerðir eða lesa fyrir próf, og er í þokkabót lasin, svo núna ligg ég bara í rúminu með tölvuna og hugsa um mannlegt eðli.(hversu gáfulegt sem það nú er).
Ég var víst búin að lofa bloggi fyrir nokkru síðan, en sennilega búin að gleyma því hvað mér lá svo mikið á hjarta þá. Veit ekki hvort þetta er aldurinn, eða bara það að stundum er gott að gleyma bara því sem pirraði mann og halda áfram með bros á vör.
En það sem knýr mig til að setjast niður núna og skrifa (fyrir utan það að vera hvort sem er með annan fótin í rúminu vegna slappleika) er hugsunin um það hversu mikið við manneskjurnar látum stjórnast af græðgi, öfund og sleggjudómum. Þetta má allt setja saman í eitt orð sem er „öfgar“. Við erum nefnilega öfgakend með afbrigðum og við dæmum fólk of oft af orðum þess en ekki gjörðum.
Fólk getur nefnilega átt það til að segja alskonar orð án þess að hugsa nákvæmlega út í hvernig aðrir túlka þau orð eða hvaða afleiðingar þessi orð geta haft, sum orð vekja nefnilega öfgakennd viðbrögð hjá öðrum, án þess að viðkomandi hafi nokkurn tíman ætlað sér það, hann/hún var bara að segja sína skoðun, án þess kannski að hugsa málið til enda eða hvað áhrif það hefði.
Það er líka málið, af hverju má fólk ekki bara hafa sína skoðun í friði, að því gefnu að sú skoðun hafi ekki slæmar afleiðingar fyrir aðra, særi ekki eða meiði. En sú skoðun er kannski vandfundin.
Ef ég er t.d yfirlýstur trúleysingi og segi eða skrifa; að Guð sé ekki til og fólk sé fífl sem trúir á svona kreddu, þá er ég að særa og kannski skemma fyrir þeim sem trúa á Guð.
Á móti ef ég er yfirlýstur trúari og hef orð Guðs að leiðarljósi og segi eða skrifa; að trúleysingjar fari beint til helvítis þar sem þeir munu kveljast eilíflega, þá er ég að særa þá sem ekki trúa og jafnvel valda þeim vanlíðan. (Ég tek fram að þetta eru algerlega upphugsuð og skálduð dæmi sem ekki eiga sér neina hliðstæðu sem ég amk veit um).
Af hverju getum við ekki bara haldið okkar trú eða trúleysi fyrir okkur sjálf? Ef við erum kristin, þá biðjum við bænir, förum í krikju eða eigum okkar samtal við Guð eða Jesú öðrum algerlega að meinalausu. Og köllum ekki þá sem eigi trúa; villutrúarmenn eða að þeir eigi eitthvað verra skilið en aðrir.
Ef við erum trúlaus, þá bara höldum við því útaf fyrir okkur, og erum ekkert að hrópa það af hæstu fjöllum hvað allir séu nú vitlausir að trúa því sem ekki er hægt að sanna. Við hittum þá bara aðra sem eru í sama pakkanum, ræðum um tækni og vísindi eða hvaðeina sem okkur dettur í hug.
Ef við aðhyllumst Búddah, þá lifum við hófsömu lífi og ræktum okkar innri mann, þar sem sátt og innri friður er eitt æðsta takmarkið. Við erum ekkert að krefjast eins eða neins af öðrum.
En sem sagt, það sem ég vil sagt hafa er: afhverju þurfum við alltaf að enda í rifrildi um hver hefur rétt fyrir sér? Sérstaklega í ljósi þess að allir túlka allt misjafnlega, og þegar upp er staðið þá skiptir engu máli hver hefur rétt eða rangt fyrir sér. Það eitt eigum við sameiginlegt með öllum mönnum, dýrum og jurtum að tilvera okkar er endanleg. Hvert við förum eða förum ekki eftir þessa jarðvist er og verður alltaf okkur hulin ráðgáta...og kannski bara sem betur fer.
Eigum við ekki frekar að nota þær stundir sem við eigum saman í þessu lífi, til þess að hlúa að hvort öðru og rækta hið góða í okkur sjálfum og reyna að halda aftur af hinu slæma í okkur sjálfum. Ég held nefnilega að allir hafa í sér bæði eitthvað gott og slæmt, svo er bara spurning hvort þessara afla verður ríkjandi í fari okkar. En það er algerlega undir okkur sjálfum komið.
Allt sem við gerum og öll okkar viðbrögð, byrja í okkar eigin höfði. Það stjórnar enginn hugsunum okkar nema við sjálf. Við stjórnum ekki hugsunum annarra eða ráðum hvernig öðrum líður, við höfum bara vald yfir okkar eigin huga, en það vald er í raun svakalega mikið vald og vand með farið...notum þetta vald til góðs og ræktum kærleikann.
Ég tek það skýrt fram að ég er langt því frá heilög í þessum málum og á það til að dæma og hneikslast og fussa og sveija yfir hinu og þessu...en ég er að reyna að vanda mig í því að gera það ekki. Og þetta blogg er kannski aðallega fyrir mig sjálfa til að minna mig á að fara ekki út í að dæma og rífast um hluti...já og reyna að rækta það góða í mér :)
Till next...adios
Thursday, December 15, 2011
Subscribe to:
Posts (Atom)