Friday, March 17, 2006

Tóm hamingja?

Afhverju eru allir (flestir sem ég þekki) svona ánægðir yfir því að herinn skuli vera að fara burt í haust?
Hvað er eiginlega að því að þeir John, Paul og þeir félagar allir flöglri hér yfir annað slagið.
Þetta skapar rúmlega 600 manns atvinnu fyrir utan öryggið sem felst í því að hafa þyrlurnar þeirra hérna til að sækja slösuðu og veiku sjómennina okkar. Og kanski nokkrar týndar rjúpnahetjur...sem fara nú að heyra sögunni til með tilkomu fuglaflesnunar.
Þetta er álíka eins og nokkur þúsund manns myndu missa vinnuna í Reykjavík! Það yrði nú aldeilis uppi fótur og fit þá.
Við erum bara lítið aumt fátækt ríki sem hefur hangið í pilsfaldi stórabróður (eða stórumóður) og ættum bara að hanga þar lengur!
Hvað er svo sem athugavert að hafa herinn hérna áfram?

Ætla að telja upp að 100 og skrifa svo meira...ef ég nenni og hef tíma til ;)

Till next...adios

2 comments:

Sigga Lára said...

Svakalega ertu lengi að telja. ;-)

Nonni said...

ha! Eru bítlarnir ad flögra yfir annad slagid!
Ég verd ad bætast í hóp theirra sem vilja herinn burt og er thví mjög ánægdur. Ég held ad sjöunda ríkasta land í heimi samkvæmt: (http://www.aneki.com/richest.html)
ætti ekki ad vera skotaskuld úr thví ad versla nokkrar thyrlurellur til ad ná í rjúpnaveidimennina.
Annars er Ísland thad land í heiminum thar sem eru minnstar líkur á ad fuglaflensan komi upp.(thad heyrdi ég allaveganna einhverstadar) kær kvedja :)
Mr.Happy :)