Friday, July 14, 2006

Ég um mig frá mér til mín...


Tölvunördinn í mér er farinn að láta á sér kræla...og í tilefni af því ákvað ég að láta hér inn eina mynd af MÉR :)
Svo fyllist þetta blogg eflaust af myndum af afkvæmum og upplognum afrekssögum af mér og mínum ;)
Mér finnst samt alveg furðulegt að alltaf áður en ég fer inn á bloggið, þá hef ég svo mikið að segja...en svo þegar ég loksins hef mig í það þolinmæðisverk að fara hingað inn...þá er gjörsamlega allt þetta skemmtilega dottið út úr hausnum á mér! Og það dettur niðrá gólf og rúllar lengst undir sófa og ég næ bara ekki í það!....Og VÁ hvað þessi tölva er að gera mig brjálaða!!!

Og talandi um að gera mig brjálaða... Ég á þessa annars ágætu nágranna...en gallinn er bara sá að þau nenna ekki að ganga almennilega um ruslið!
Núna eru t.d kassar út um allt, meira að segja ofaná ruslatunnunum! Og í rokinu í gær þá fauk þetta út um allt, og mér leið eins og ég byggji bara á ruslahaugunum!
Ég er nú búin að tala við þau einu sinni, og mér var bara þakkað fyrir ábendinguna...en annars allt óbreytt.
Svo er eins og þau átti sig ekki á því hvenær tunnan er orðin full! Það er bara haldið áfram að setja poka í...þótt lokið sé löngu komið upp að vegg og algerlega ómögulegt að taka ruslaopkann upp úr tunnunni! Og auðvitað endar það með því að ég tek nýjan poka (sem hefur verið haganlega staðsettur hangandi utaná tunnunni) og laga ruslaómyndina...því að ég get bara ekki hugsað mér að ruslakallarnir komi að þessu svona.
Mér finnst þetta bara vera virðingarleysi við annað fólk.

Ég hugsa að ég þurfi bara að finna mér eyðibýli einhversstaðar (ekkert alltof langt í burtu) til að búa á. Fjarri tillitsleysi, yfirgangi, hroka og fúllyndu fólki :)

Jæja, þá er ég búin að fá smá útrás...fínt að hafa svona blogg til að skammast í ;)

Till next...adios

2 comments:

Nonni said...

Þú ert greinilega þungt hugsi á þessari mynd ;)
Ég get ímyndað mér að þú sért að hugsa: "humm...hvernig á maður nú að setja inn myndir, voða er þetta flókið eitthvað" he he ;)

Elísabet Katrín said...

He he...þetta er flókið í einfaldleika sínum...held að ég hafi nú samt verið að hugsa um eitthvað mun einfaldara en tölvumál á þessari mynd...t.d. karlmenn ;) hehe