Sælt veri fólkið, og takk fyrir síðast :) og takk fyrir kommentin ;)
Og hæ Eygló :)
Svoooo gaman að einhver les mann :)
Nú er ég svo ánægð, þegar ég er búin að komast að því að enn er til fólk sem nennir að lesa bloggið mitt, bæði "gamlir og nýjir" að ég er að hugsa um að vera bara jákvæð núna :)
Kom heim í gær af bandalagsþingi, en það er árlegt þing BÍL, sem útleggst Bandalag Íslenskra Leikfélaga. En innan þeira vébanda eru flest áhugaleikfélög landsins. A.m.k þau sem máli skipta ;)
Í ár var það haldið af leikfélagi Fljótsdalshéraðs, að Hallormsstað. Og þar var nú vistin aldeilis góð. Skemmtilegir og skeleggir fundir, skemmtilegt og frábært fólk um allt og síðast en alls ekki síðst: Algerlega æðislegur matur!
Hef bara ekki lent í öðrum eins kræsingum á svona þingi. Legg til að þessi kokkur verði fastráðinn "hirðkokkur BÍL" eða þingið verði í framtíðinni alltaf á Hallormsstað ;)
Það er alltaf gaman á svona þingum, mætti þó stundum vera styttir fundarhöld og miklu meira gaman og glens. En svona er þetta, var samt pínu þreytt í sitjandinum þegar ég kom heim, nánast búin að sitja alla helgina frá kl.16 á föstud til kl.16 á sunnud.!
Var að verða svo þreytt á að sitja svona að ég var mikið að spá í að labba heim, en þar sem að það var ansi kalt úti á þá ákvað eg að sennilega væri best að fara heim á sama máta og ég fór austur á BÍL í bíl.
Komum við í Hótel Reynihlíð á heimleiðinni og Nonni bró bjó til þetta rosagóða SwissMokka kaffi handa mér :) algerlega bjargaði deginum.
Annars veit ég varla hvað ég á að skrifa meira um þingið, það var gaman og gaman og gaman og gaman! Og svo var líka gaman að því að sýning Siggu Láru mágkonu og leikfélags Fljótsdalshéraðs vann titilinn áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins :) og er það aldeilis frábært :)
Nú er ég bara búin að vera hellings jákvæð, já og bæ te vei: ég er að taka þátt í "hjólum í vinnuna" og er sko búin að hjóla alla vinnudaga síðan það byrjaði fyrir 6 dögum :) dugleg ;)
Till next...adios
Monday, May 07, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Já höfum þingið bara alltaf á Hallormsstað:) Svo manstu að kjósa rétt:D
Hæ aftur! Ég heyrði nú að leiklesturinn "Ungfrú heppin" ætti góða von um sigur á næsta ári;)
Eeeen, það er ekki bara BÍL- og bílsetur sem geta gert mann þreyttan í sitjandanum, ég asnaðist til að skrá míg líka í hjóla-vinnu-dæmið (stórundarleg hugmynd miðað við að vera nýbúin að fá hjól í afmælisgjöf, það fyrsta í 26 ár!!) og kannast við svona auman sitjanda.
Till next...
Arggg viltu skipta um blogg og ég skal kvitta jafnoft og ég kem hingað!! man aldrei hvaða lykilorð ég laug upp á mig hérna :(
Og hvenær ætlaðir þú aftur að koma í heimsókn?? er það ekki bara að skella á?? :P og HÆ EYGLÓ!! :)
Post a Comment