Saturday, May 19, 2007

Sælir eru fávísir...

því þeir vita ekki hvað þeir gjöra!

Þetta átti vel við, bæði í Euruvision keppninni og alþingiskosningunum sl. helgi!
Það var náttúrulega alger skandall (og kanski bara tákn um það sem koma skyldi) að hann Eiríkur Hauksson stórsöngvari og sjarmatröll (og frændi minn) skyldi ekki komast upp úr forkeppninni. En svona er lífið, maður fær ekki alltaf það sem maður vill, og það er til fullt af "smekklausu" fólki í evrópu.
Hér geng ég náttúrulega út frá þeirri staðreynd að ég hafi alltaf rétt fyrir mér. Og þeir sem eru á öðru máli tileyra "fávísa" hópnum sem minnst var stuttlega á í byrjun ;)
Ok, þetta er hroki, en ég ætla bara að leifa mér að hafa bæði hroka og hleypidóma í þessum skrifum mínum núna! Og hananú!

Auðvitað átti Eiki að komast áfram, og auðvitað átti Framsóknarflokkurinn að fá miklu betir kosningu en þeir fengu.
Og allt þarf þetta að hellast yfir mann sömu helgina...úfff
Svo var það einhver Serbnesk trukka-lessa sem vann eurovision og í öðru sæti var feitur og ljótur klæðskiptingur með stjörnu á hausnum! Halló, whats going on???

Aftur að Framsókn. Fylgistapið aldrei verið meira í sögu flokksins.
En það sem er grátlegast við þetta allt saman er að flest allir sem ég hef talað við, kusu
Sjálfstæðisflokkinn, og útaf hverju? Jú, af því að þessir flestir, vildu áframhaldandi samstarf D og B...
Afhverju í ands... kaus þá fólkið ekki Framsókn?
Sjáið nú bara til, þegar Samfylkingin og Sjálfstæðið verður búið að þurrka út landbúnað og sjávarútveg í þessu landi, hvað þá?! Eina vonin er að eftir 4 ár kemur Framsóknarflokkurinn fram og bjargar málunum. Þá verð ég jafnvel bara komin út í pólitíkina. Ég hugsa að ég yrði alveg mögnuð í ráðherraembætti. Eða líka bara sem óbreyttur þingmaður.
Annars fannst mér það eina rétta hjá Framsókn að draga sig úr úr þessu sjórnarsamstarfi við SJálfstæðið. Nú er komin tími á uppbyggingu innan flokksins, og svo er líka allt í lagi að Sjálfstæðið fái að eyðileggja fyrir fleiri flokkum....Just wait andi seeeeeee ;)

Jón minn, þú ert flottur í forustu Framsóknar og þið öll hin alveg ágæt líka, þið sóðuð ykkur vel í baráttu sem var nánast ógerlegt að vinna. En við vinnum bara næst og þá verður það bara enn sætara fyrir vikið :)

Nú læt ég þessum pólitísku skrifum mínum lokið, óska nýrri ríkisstjórn allra heilla, í von um sem minnst klúður :)

Till next...adios

2 comments:

Þráinn said...

Vel mælt sálufélagi...vonum bara að leikurinn á miðvikudegi skili okkur skæru brosi:)

Elísabet Katrín said...

Jamm..sáluflokksfélagi :)