Monday, April 21, 2008

Próf

Þegar stundarskráin mín á netinu, er farin að komast fyrir á einum skjá og ekkert hægt að skrolla niður til að skoða meira, þá þýðir það bara eitt: það eru að koma próf! Mér hálf brá meira að segja þegar ég fattaði áðan að ég á bara eftir 3 skóla-daga, sum sé á morgun, miðvikudag og föstudag...og er reyndar í fyrsta prófinu líka á föstudaginn ;/
En eins og allkir vita þá er sumardagurinn fyrsti á fimmtudaginn og þar með frí í öllum skólum :) sem er auðvitað ljómandi skemmtilegt ;) Reyndar kanski ekki alveg eins skemmtilegt að þurfa etv að eyða megninu af honum í próflestur, en kanski reyni ég bara að vera dugleg að lesa fyrir fimmtudaginn (je right!).
Ég var svo ljómandi dugleg að koma mér hjá ritgerðarskrifum um helgina að mér hefur sjandan tekist betur upp í því, en oft verði góð ;) ég var náttúrulega á fullu allan föstudaginn, eins og áður hefur komið fram, og bætti því reyndar við að stökkva í leikhús LA og sjá Dubbeldush (ég hélt sko að ég ætti miða á laugardkv.) svo ferlið um kvöldið var: Freyvangur - Leikfélag Akureyrar - Freyvangur. Var mjög þreytt á laugardaginn og var mjög þakklát þegar okkur var boðið í grill um kvöldið :) Í gær fór ég svo í sveitina að hjálpa Sverrir að sprauta ærnar, kom svo heim um 4 leitið og ætlaði þá að byrja á ritgerð en var eitthvað svo lengi að væflast eitthvað og erfitt að byrja, svo ég skellti mér bara á gönguskíði :) Þegar ég kom heim aftur þá eldaði ég lagsagna fyrir strákana (já og mig náttúrulega) og var þá orðin svo þreytt að ég fór afar snemma í háttinn.
Svo morguninn í morgun fór í ritgerðarsmíð frá kl.8-12 en ég náði að klára og vona svo bara það besta. Þetta er víst ritgerð upp á 35% af lokaeinkunn, svo ég vona bara það allra besta ;)
Jæja, ætla að reyna að gera eitthvað af viti...(hóst hóst)

Till next...adios

1 comment:

Adda said...

Ohh Eló þú ert alltof dugleg. Tuðar eittvað smá á blogginu þínu og færð svo 10 í lokaeinkunn í öllu, bjáni ;)

En knúsaðu strákana frá mér, ég er að koma heim eftir 18 daga eða svo ;)