Það er engu líkara en að sýklalyfin hafi hleypt af stað ógurlegum hóst og hor dreka...ég vaknaði kl. 8 í morgun og hóstaði stanslaust fram að hádegi! En maður horfir á björtu hliðarnar og ég á ekki von á öðru en að ég verði komin með all svakalega magavöðva eftir alla áreynsluna :)
Annars ákvað ég í dag að fikra mig áfram með smá "náttúrulækningar" svona meðfram sýklalyfsátinu...en sú meðferð felst í því að prufa áhrifamátt súkkulaðis á svona sýkla. Hef sum sé ákveðið að fórna mér í talsvert súkkulaði át næstu dagana og athuga hvort ég lagist ekki :) er ennþá að finna út rétta magnið en svona 50 gr. þrisvar á dag er kanski fínt til að byrja með ;)
Spánverjarnir unnu Rússana í gær á EM mér til mikillar gleði :) það var nú nógu grátlegt að Rússa-prússarnir hafi unnið Eurovision þótt þeir tækluðu ekki boltann líka!
Svo núna ætla ég að halda með Spáni á móti Þýskalandi á sunnudaginn...Spánn er líka fyrsta landið sem ég kom til fyrir utan Ísland ;) en það var uppúr miðri síðustu öld...ætla ekki að fara frekari orðum um ferðalög mín um heiminn...enda yrði það ansi stuttur pistill ;)
Núna hellast yfir mig tölvupóstar þar sem ég er beðin um að kaupa ekki bensín af N1 og Skeljungi minnir mig...ég er nú ekkert alltof viss um að þessi félög beri ábyrgð á hækkandi heimsmarkaðsverði...hummm...og finnst hálf fáránlegt að ráðast á tvö félög með þessum hætti...held það væri vænlegra til árangurs að hætta bara að kaupa bensín hjá öllum olíufélögunum...en hver er tilbúinn til þess??? Svo er þetta svo ömurlega leiðinlegur póstur...alveg píning að lesa sig í gegnum þetta!!!
Jæja, hætt að tuða og farin að leggja mig...og smá súkkulaði :)
Till next...adios
Friday, June 27, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Bara láta sér batna fyrir Ríjúljon!
Post a Comment