Thursday, February 03, 2011

Svejk

Hef ákveðið að geyma aðeins að skrifa um slúður...bara nenni því ekki strax ;)

Þess í stað ætla ég að minnast örlítið á mun áhugaverðara efni, en það er leiksýningin sem við erum að æfa af fullum krafti í Freyvangi þessar dagana.
Það er sm sagt komið á hreint að Svejk verður frumsýndur þann 19.febrúar, sem er laugardagur. Þetta snilldar leikrit er byggt á hinni þekktu bók Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hašek.
Þessi leikgerð er alger snilld, mikið að gerast og held ég að óhætt sé að segja að þetta verður veisla fyrir öll skynfærin :)

Þar sem bókin er skrifuð sem háðsádeiluskáldsaga, þá verður nú ekki hjá því komist að mikið er um háðsdeilu í verkinu...við lifðum í skrýtnum heimi og gerum enn. Er sagan alltaf að endurtaka sig? Förum við alltaf í hringi? Eru þeir einir heilir á geði sem taka ekki þátt í vitfyrringu samfélagsins?

Að minnsta kost er hægt að lofa áhorfendum góðri skemmtun sem skilur eitthvað eftir og einnig er þetta verk fyrir alla...stálpaða krakka, unglinga, fullorðna og heldri borgara :)

Hægt er að panta miða og skoða nánari upplýsingar á freyvangur.net

Hlakka til að sjá ykkur í Freyvangsleikhúsinu :)
Muna að brosa :)

Till next...adios

No comments: