Saturday, January 26, 2008

Ofurmamma

Ég tók alveg og tæklaði sjálfa mig í móðurhlutverkinu í dag. Var alveg extra dugleg og byrjaði daginn á að drífa Mikael í skíðaskólann, fór svo sjálf á skíði ásamt Öllu mágkonu, pabba hennar og litlu prinsessunum Guðrúnu Mist og Ragnheiði Katrínu....krakkarnir voru reyndar að æfa og í skíðaskólanum svo við hin renndum okkur bara af mikilli snilld af vild ;) Rosa gaman og gott ef ég er ekki bara pínulítið að bæta mig ;)
Svo eftir skíðin þá dreif ég strákana í sund! Það var reyndar uppástunga frá Mikael, en það þurfti mikin aga og járnvilja að drífa mig með þá, þar sem ég var gjöramlega að leka niður af þreytu eftir skíðin...en ég sat í heita pottinum meðan þeir gösluðust í sundlauginni svo þetta var fínt. Svo fékk ég að leggja mig í hálftíma eftir heimkomu úr sundinu, sem var afskaplega kærkomið ;) Vona bara að ég nenni að vera svona dugleg aftur fljótlega :)
Ég fór á bókasafnið í fyrradag og náði mér i nokkrar "hliðsjónarbækur" en það er svona skemmtilegt nafn yfir þær bækur sem við þurfum ekki að kaupa, en er samt ætlast til að við lesum! Ég er byrjuð að glugga í tvær en það er "Frelsið" eftir John Stuart Mill (honum fanst frelsi einstaklingsins ætti að vera ofar öllu, allir mættu gera það sem þeir vildu svo framarlega sem þeir sköðuðu ekki aðra) ég hef aðeins verið að lesa úr þessari bók á netinu á enskri tungu og er að vonast til þess að íslenska útgáfan sé aðeins auðlesnari. Svo byrjaði ég einnig á að kíkja í "Kommúnistaávarpið" eftir þá félaga Karl Marx og Fridrik Engels (þeir voru náttúrulega byltingasinnar og talsmenn öreiganna). Þessar bækur eru kanski ekki beint léttmeti en ég hlýt að geta klórað mig í gegnum þær!
Jæja, það er kominn matur hjá mér...við tróðum í okkur samlokum og sælgæti eftir sundið svo að kvöldmatnum seinkaði dálítið....hummm...eins gott að það komist enginn að þessari óreglu sem viðgengst á heimilinu ;)
Hafið það gott og verið góð hvort við annað...annað er bannað :)

Till next...adios

No comments: