Tuesday, January 22, 2008

Heyrnarlaus á öðru...

og hálf blind á hinu...hummm, ég fer að detta sundur bráðum vegna lausra skrúfa eða annara galla. Ég missti heyrn á öðru eyranu í fyrrakvöld, svona næstum bara allt í einu, en ég tel (af því að ég er svo mikill læknir inn við beinið...) að þetta séu eftirstöðvar eftir veikindi mín um daginn. Kristján missti a.m.k líka heyrnina eftir að hann var lasinn þarna um jólin. Þetta er frekar óþægilegt, sérstaklega í tímum, en ég reyni að snúa betra eyranu að kennaranum og þá missi ég ekki af svo miklu ;)
Eitthvað er nú liðið að missa sig þarna í borg óttans! Ég held að það þurfi að skíra Frjálslyndaflokkinn upp á nýtt, Lauslátiflokkurinn væri mun meira viðeigandi og Sjálfstæðisflokkurinn yrði þá Alræðisflokkurinn. Þetta fór annars allt saman mikið framhjá mér alveg þangað til seint í gærkveldi að ég kíkkaði inn á landpostur.is og þar las ég þetta, hann er greinilega alveg að virka þessi fíni miðill sem ég "vinn" hjá ;) Voðalega hafa annars Sjallarnir verið orðinir örvæntingarfullir að komast aftur til valda, og hvað skyldu þeir hafa borið mikið af loforðum og fé á Ólaf (svona alveg fyrir utan borgarstjórnarstólinn í eitt ár), helling er ég hrædd um. Það er allt löðrandi í spillingu og óheiðarleika í þessum málum, og versnar og versnar! Ólafur kallinn, hann langar bara að vera pínu áberandi í smá stund, "njóta síðustu sólargeislanna" koma nafni sínu á spjöld sögunnar, þar sem kallinn er nú búinn að vera lasburða og veiklulegur þá er þetta kanski síðasta hálmstráið....en samt óheiðarlegt, og hver vill komast til metorða á óheiðarleika? Ok, Dabbi Odds er gott dæmi, en svona þar fyrir utan? Jæja, ekki orð um það meir...í bili.
Fór með strákana á Greifann í gær að borða, mér til andlegrar upplyftingar ;) velti því reyndar fyrir mér að gera það að föstum lið, einu sinni í viku eða svo að fara út að borða með stákana....það er bara svo gott að þurfa ekki að elda og VASKA UPP. ;) svo fær Mikael frímiða á Greifann þegar hann fer í skíðaskólann, svo þetta er ekkert svo voðalega dýrt ef maður pantar sér ekki steik þ.e.a.s ;)

Till next...adios

2 comments:

Sigga Lára said...

Þetta er sko fínt.
Við hvert valdarán lofa menn borgarbúum meira gulli og grænni skógum.

Verst að svo situr enginn nógu lengi til að þurfa að standa við stóru orðin...

Hanna Stef said...

Þú átt alla mína samúð. Ef einhver veit hvernig er að missa heyrnina er það ég:-) Já þessi borgarpólítík er algjör farsi. Þvílík valdagræði hjá þessu pakki. Menn stökkva upp í hjá öðrum fyrir örfáa bitlinga. kv. og láttu þér nú batna greyið.