Friday, January 11, 2008

Blaðamaður

Jamm, það tilkynnist hér með að ég er orðinn blaðamaður hjá "landpóstinum" (landposturinn.is). Þar mun ég koma til með að skrifa fréttir og pistla inn tvisvar í viku a.m.k. Var nefnilega að byrja í áfanga í dag sem heitir "Inngangur að fjölmiðlafræði" og það virðist vera svolítið meira en bara inngangur, því við eigum að halda úti fréttavef og bæði senda inn fréttir/pistla og ritstýra og gera verkefni og taka próf...og lesa helling (dýru bókina t.d). Þessir áfangar sem eru byrjaðir þessa önnina eru rosa spennandi, en virðast vera algerlega yfirfullir af verkefnavinnu! Og þá meina ég verkefnaskil minnst einu sinni í viku, stundum oftar.
Ég er byrjuð í :
Inngangur að fjölmiðlafræði
Afbygging 20.aldar (sem er kennt á ensku, prófað á ensku og verkefnaskil á ensku) það sem bjargar þessum áfanga að við erum með hryllilega skemmtilegan kennara af Ítölskum ættum. Og
Upplýsingarýni
Svo byrja eftir helgi:
Siðfræði og álitamál
Félagsvísindatorg II
og
List og fagurfræði (ef ég fæ að skrá mig í það, ekki búin að fá svar)
og svo er kennt í lotu í mars og apríl
Ljósvakamiðlun (sem Sigrún Stefánsdóttir kennir)
That´s all folks ;)

Þegar ég kom heim úr skólanum rétt eftir hádegið í dag, þá blasti ekki við mér fögur sjón, aftur hafði stýflast niðurfallið inni í þvottahúsi og allt á floti! Flætt bæði inn í geymslu hjá mér og inn í eldhús (í gegnum vegginn). Svo ég var lengi vel að "drullusokkast" í niðurfallinu og setti líka stýfluleysi, vona að það virki. Samt finnst mér þetta skrýtið að það stýflast svona allt í einu. Ég þvoði tvær vélar í gær og það kom ekki dropi uppúr niðurfallinu og bennti ekkert til þess að það væri að stýflast. Svo setja turtildúfurnar uppi greinilega í vél í morgun (vatnið var sko ennþá volgt á gólfinu) og fara og allt fer á flot! Spurning hvort þau eru með sement í vösunum...hummm! Þetta er a.m.k ansi pirrandi.
Jæja, held ég sé búin að blogga nóg í dag, svo enn verður sagan af "álögum vondu nornarinnar" að bíða.

Till next...adios

No comments: