Wednesday, January 30, 2008

Einmitt

Það bara hrúguðust inn komment hjá mér eftir að ég leysti undur tækninnar með það að hægt væri að kommenta án þess að skrá sig sérstaklega inn...gaman að því. Einnig virðist "aðdáenda" hóp mínum (dyggum lesendum) eitthvað vera að fjölga, þeim örugglega til mikillar gleði og ánægju á komandi bloggum ;) hehe....ég hef bara aldrei auglýst bloggið mitt neitt, sennilega einhver uppgerðar feimni ;)
Annars var ég næstum þunn í morgun eftir hvítvínsdrykkju gærkveldsins (svo drakk ég líka einn bjór á meðan að ég bakaði pönnukökurnar...segi bara engum frá því), en mér til mikillar hrellingar þá var ennþá eftir í hvítvínskútnum þegar klúbbkonurnar kláru fóru, svo ég sé fram á það að ég verði full hérna næstu kvöld að klára úr kútnum! Smá hjálp væri vel þegin ef þyrstir vegfarendur eiga leið hjá...held að svona kútar geymist ekki lengi eftir opnun ;) gúggl gúggl gúggl...
Annars er búið að vera brjál að gera í dag, þurfti reyndar bara á einn fyrirlestur í skólanum, en er svo búin að vera í hóp-verkefnavinnu og svo setið við ritstjórnarstörf. Ég er nefnilega ritstjóri landpostur.is þessa vikuna. Svo nú get ég "drullað" yfir hina aulana sem eru að skrifa fréttir...hehehe, nei annars er þetta nú yfir höfuð ágætt hjá þeim...misjafnlega ágætt en ok! Það er nefnilega ágætis vinna að lesa og gagnrýna yfir 50 fréttir og pistla...
Jæja, ætla að fá mér súkkulaði og fara svo að sofa.

Till next...adios

3 comments:

Anonymous said...

jejj, nú get ég hætt að lesa bloggið þitt commentalaust, nú getur þú átt von að hverju sem er úr austurátt!
Kv.Eygló

Anonymous said...

Það er ekkert mál að eiga hvítvín í opnum kassa Elísabet mín:-) Bara láta hann liggja þannig að komi ekki loft að stútnum - jú sí honní? Þannig geymist þetta í einar 3 vikur. Já, ég veit nú ýmislegt um vín skal ég segja þér. Ef mér leiðist þá kem ég bara í kíkk og hvítvín til þín;-)

Elísabet Katrín said...

Alltaf gaman að eiga von á hverju sem er úr austri og tanke fore the comment Eygló:) og Hanna...ég kann bara enga aðra leið til þess að komast hjá því að loft komist að stútnum nema bara bera hann að vörunum og gúggl gúggl gúggl....hikk!