Monday, January 28, 2008

Rokk, rok og afmæli

Hún Gyða litla Árnadóttir Friðrikssonar á afmæli í dag! Orðin 2 ára litla hnátan og óska ég henni og hennar nánustu ættingjum til hamingju með það :) Hibb hibb húrrey!!!

Hér hlánaði og blés nærri öllum snjó í burtu í gær en það frysti aftur nægilega snemma til að skilja eftir skemmtilega mikið klakabúnt yfir öllu. Bílaplanið hjá mér er eins hált og svellið í skautahöllinni, og svo hallar planið náttúrulega, svo þegar ég legg af stað þá stoppast ég sennilega inn í Simensbúðinni niður á Glerárgötu...en það er allt í lagi því ég þarf hvort sem er þar inn til að kaupa mér peru í baðherbergisljósið (rugl að vera með einhverjar svona spes perur...það verður sko bara venjulegur skrúfgangur næst), svo ég get sennilega bara skrúfað niður rúðuna á bílnum (ef hún verður ekki frosin föst) og sagt "eina svona sparperu takk!" og brosað :) Ég man eftir því einu sinni í fyrra vetur, að það það var svo mikill klaki á bílaplaninu og rok...að einn bíll fauk-eða rann á næsta bíl fyrir neðan! Það er bara hreint ekki gáfulegt að búa til bílaplön í halla.
Annars heyrði ég í útvarpinu í morgun að það væri hífandi rok á Akureyri en ætti að lægja um hádegið...held samt að þetta hafi nú gengið yfir í nótt, mér fannst a.m.k ekkert hvasst í morgun og rak strákana miskunarlaust út og lét þá labba í skólann, hafði hvort sem er engan tíma til að keyra þá...á eftir að lesa helling fyrir tímana sem ég er að fara í á eftir...
Svo er ég með saumaklúbb á morgun...veit ekki hvað kom yfir mig, sennilega bara það að janúar er allt í einu að verða búinn og "minn tími var kominn" til að hafa klúbb....íbúðin er að vísu öll á hvolfi og ég hef sennilega lítin sem engan tíma til að laga til....en ég þykist bara verða voða hissa þegar þær skvísur koma á morgun og segi: " jiiii, ég var bara alveg búin að gleyma klúbbnum og þess vegna er bara allt í drasli hjá mér...en komið endilega inn, sem betur fer hafði ég eldað mikinn mat handa strákunum í kvöld og ætlaði meira að segja að gefa þeim smá hvítvín með matnum...skemmtileg tilviljun" :) og svo ef ég gleymi að kaupa peru inn á bað, þá sést hvort sem er ekki skíturinn þar...hehe, ég er bara alveg hætt að hafa áhyggjur af drasli, hef bara slökkt ljós ;)
Jæja, ætti kanski að fara að lesa eitthvað af viti og hætta þessu bulli hér...sem er engum til góðs en engum til hjóðs heldur...hehe, hope ;) (segi ég og fæ algera útrás við að drulla yfir liðið á efri hæðinni og segja hverjir fara í taugarnar á mér og svona...usss, skamm skamm!)

Jæja, ætla að fá mér kaffi úr fínu kaffivélinni minni, henda mér í sturtu og lesa svo...þá er von til þess að ég sofni ekki yfir bókunum ;)
Ps. þetta með rokkið í titlinum, var bara upp á lúkkið ;) hef ekkert um rokk að segja ;)
Passið að fjúka ekki og látið ekki fjúka í ykkur ;)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Æ, vert´ekkert að hafa fyrir því að laga til fyrir okkur. Við erum vanar draslinu hjá þér HAH! HAH! HAH! hóst, hóst.......Ef ég fæ hvítvín er ég góð. Hilsen pilsen