Sunday, January 13, 2008

OMG!!!

Ég get bara ekki orða bundist! Eins og mér finnst nú leiðinlegt að setja út á og gagnrýna aðra (múhahahaha) þá verð ég bara að lýsa því yfir, að mér finnst að sumu fólki eigi ekki að sleppa lausu úr föðurhúsum án þess að kenna því undirstöðuatriði í hvernig hlutir virka!
Nýlegt dæmi, legg ég hér fram sem rök fyrir máli mínu.:
Eins og ég skrifaði í fyrradag, þá var hér allt á floti þegar ég kom heim, eyddi ég dágóðum tíma í að reyna að losa stýflu og þurrka gólf. Svo lagðist ég í rúmið! Seint í gærkveldi þá kemur Kristján til mín (þar sem ég var hálf meðvitundarlaus) og segir mér að allt sé komið á flot í eldhúsinu. Púfff, hefur nú blessaða fólkið sett í aðra þvottavél...hugsaði ég fremur gröm. Jú, allt var á floti í þvottahúsinu, geymslan mín aftur orðin full af vatni og farið að leka inn í eldhús til mín. Ég var ekki uppá marga fiska, svo ég lét mér nægja að þurrka upp af eldhúsgólfinu hjá mér, setja stórt handklæði á gólfið og hugsaði með mér að fólkið uppi hlyti að sjá 10cm vatnslagið á gólfinu þegar það illaðist til þess að hengja upp úr vélinni. Svo sofnaði ég og dreymdi tóma vitleysu, sem tengist þessu hreint ekki neitt, en í stuttu máli þá var komin heilmikil byggð í fjallið sunnan við lækinn heima (sem sé Svertingstaðarmegin) og ég og Þórður bróðir áttum að smala fjallið (eins og eitthvað gæti fengið mann til að smala fjallið "vitlausu" megin;). Þar voru bara nokkrar kindur
og voru þær vel af girtar í 3 hólfum...allt mjög undarlegt...svo breyttist eitthvað af kindunum í ketti með kettlinga, og trust me, það er mun auðveldara að "smala" kindum en köttum! Svo var hellingur af húsum þarna í fjallinu, og haugur af fólki. Jæja, nóg af draumförum mínum...sennilega bara verið búin að taka of mikið af verkjatöflunum góðu ;)
Í dag skóf ég vatnið út úr geymsluni minni öðru sinni og sé að enn er kveikt á þvottavél efrihæðarinnar, ákveð að rabba aðeins við hjúin, rölti upp stigann, banka og eftir nokkur bönk þá kemur húsmóðirin til dyra og eftirfarandi samtal á sér stað:
ÉG: Hæ, þið hafið sennilega tekið eftir ástandinu í þvottahúsinu?
Hún: Hæ, já, ég skil þetta ekki, bara vatn út um allt.
Ég: Það hefur greinilega stýflast niðurfallið.
Hún: Já helduru það.
ÉG: Það var allt á floti þegar ég kom heim úr skólanum á föstudaginn
Hún: Já var það, en skrítið
Ég: Þið hafið sennilega sett í þvottavél um morguninn?
Hún: Já
Ég: Ég var heillengi að þurrka upp og reyna að losa stýfluna. Svo hafið þið sennilega sett aftur í þvottavél í gær og allt aftur farið á flot.
Hún: Já, sko hann maðurinn minn setti bara vélina aftur á stað.
Ég: Já og þess vegna hefur allt fari á flot aftur.
Hún: Ég skil bara ekki hvaðan allt þetta vatn kemur
Ég: Úr þvottavélinni
Hún: En hvaðan?
ÉG: Þvottavélin er tengd við niðurfallið og þegar niðurfallið stýflast þá fer allt vatnið á gólfið.
Hún: Er það? Ég hélt að þetta væri útaf veðrinu eða eitthvað svoleiðis.
Ég: (eftir smá hik vegna þess að ég vissi ekki alveg hvort hún var að grínast, en svo virtist ekki vera) þið megið ekki setja þvottavélina ykkar af stað fyrr en það er búið að laga stýfluna.
Hún: Ok, og hvað eigum við að gera?
Ég: Hringið í leigusalann ykkar og segið henni frá þessu og hún getur sagt ykkur í hvaða fyrirtæki þið getið hringt til að fá stýflulosara.
Hún: Já en hún er flutt til Ísafjarðar
Ég: Þið getið samt hringt í hana og annaðhvort reddar hún þessu eða þið.
Hún: ok, takk fyrir :)

Það hvarflaði ekki einu sinni að mér að bjóðast til þess að hringja eftir stýflulosun, var nefnilega farið aðeins að þykkna í minni, þar sem í fyrsta lagi virtist fólkið ekki vita hvert vatnið úr þvottavélinni færi, í öðru lagi að setja aftur fokking sömu vélina af stað (var ekki bara hægt að nenna að hengja upp úr vélinni...eða var gólfið kanski of blautt til þess...hummm) og í þriðja lagi að halda að veðrið væri valdur af þessu. ÉG meina ef það væri asahláka og 30 metrar á sekúndu kanski ja...en 4 gráðu frost og stilla...held varla. (Og ef einhver er að velta fyrir sér, þá er svarið já, hún er ljóshærð) tíhí...

Ég beini þeim tilmælum til foreldra vítt og breytt um heiminn að þeir kenni börnum sínum meira um daglegt líf og hversdagslegt amstur eða haldi þeim ella heima til fertugs!!! Það á bara ekki að leggja svona á annað fólk.

Ps. Það eru ennþá einhverjir FÁVITAR að skjóta upp flugeldum! Það á náttúrulega bara að sekta svona fólk...eða dæma það til refsingar, eins og að þurrka upp af gólfinu hjá mér ;)
Búin að fá gremjuútrás í bili...

Till next...adios

4 comments:

Hanna Stef said...

Blessuð. Ég get svo svarið það. Þetta blessaða fólk fyrir ofan þig hefur alveg tekist að toppa sjálft sig í aulahátt! Mér fannst algjörlega stórkostlegt þetta með hvaðan vatnið kæmi eiginlega!!??!!!Svo er það draumurinn - þú og kindur! Voru þær nokkuð hvítar? Það kannski skiptir engu þar sem þær breyttust í ketti! Hvaða töflur varstu að taka góða mín? Hafðu það gott. Kv.

Þráinn said...

Ja hérna...ljóshærð eða ekki ljóshærð þá er þetta líklega það heimskulegasta sem ég hef heyrt!!!! Já...og ég hef orðið smá áhyggjur af töflunotkun þinni...hí hí hí

Elísabet Katrín said...

Man ekkert hvað töflurnar góðu hétu...henti restinni þar sem þær voru hvort sem er útrunnar ;)
Vona að ég hafi ekkert orðið mikið undarlegri fyrir vikið...nóg er nú samt ;) hehe

Elísabet Katrín said...

Svo er auðvitað ekkert ý í stífla! Veit ekki hverskonar kjáni er er....var sennilega ennþá í lyfjarússi þegar ég skrifaði þetta ;)