Thursday, January 10, 2008

Skóli á ný

Þá er skólinn byrjaður aftur. Reyndar var mjög stuttur dagur í dag, búin fyrir kl.10 í morgun ;) Fór svo heim og byrjaði að taka niður jólaskrautið, er ekki alveg búin en þetta kemur.
Svo fór ég að kaupa skólabækur, keypti 4 bækur af 12 sem ég þarf að nota núna á vorönn og þessar 4 bækur náðu nú samt að kosta rúmar 15.000 kr. !!! Ein bókin bar nú samt alveg af í verði og kostaði 6.500 kallinn, svo hún hleypti nú verðinu dálítið upp. Annars voru 3 bækur ekki fáanlegar (og ég fór nú að vona að þær fáist bara ekkert ef þær verða jafn dýrar og hinar;) 3 bækur keypti ég notaðar (og ekkert búin að borga þær neitt) og 2 bækur átti ég fyrir. Svo núna er ég að veða nokkuð klár fyrir skólann :)
Annars var voða gaman að byrja aftur og hitta skemmtilega ruglaða fólkið sem er með mér í bekk, við stóðum alveg í klukkutíma fyrir utan skólann og kjöftuðum :)
Svo fékk ég einkunn fyrir ritgerðina mína í Iðnbyltingu og hnattvæðingu, en hún var um þjóðfélagsþróun á Íslandi frá 1850-1950, helstu breytingar og svoleiðis, og ég fékk 9 í einkunn! :)
En lokaeinkunnin í áfanganum er ennþá ekki komin inn, svo námslánin og einkannalistinn minn hér á blogginu verða að bíða ögn enn...
Annars skrifaði ég skrifstofustjóranum mínum tölvupóst áðan og spurði hvort ég gæti ekki skráð mig í auka val fag, þá tek ég 17 einingar á vorönninni, en hvað hefur maður svo sem annað að gera ;) hehehe...

Jæja, ætla að láta duga að fjalla um skólamál mín í dag, læt pistilinn um "álög vondu nornarinnar" bíða til morguns.
Veðrið er geggjað og ég gæti hneggjað af gleði :)

Till next...adios

No comments: