Wednesday, January 23, 2008

Vond kona...

Já, stundum velti ég því fyrir mér hvort ég sé ekki bara svolítið vond kona. Sérstaklega þegar að því kemur að dæma aðra. Það er einmitt það sem maður á ekki að gera, dæma aðra, hvaða rétt hefur maður svo sem til þess? En kanski er spurningin sú: afhverju fer sumt fólk í taugarnar á manni??? Það fer satt að segja í taugarnar á mér, þegar annað fólk fer í taugarnar á mér...en sem betur fer kemur þetta ekki oft fyrir. En eins og kanski einhvern er farið að renna grun í, þá kom þetta fyrir mig ekki fyrir svo löngu síðan. Málið er það, að núna eftir að skólinn byrjaði aftur eftir áramót, þá hafa bæst 2 nýjir í bekkinn, tveir tiltölulega ungir strákar (hef annars ekki hugmynd um aldur þeirra en milli 22-25 er örugglega nærri lagi). Annar virkaði bar fínt strax í upphafi, small alveg inn í þennan fína hóp sem bekkurinn minn er (nútímafræðin, svo erum við í kúrsum með fullt af öðrum) en hinn....sko í stuttu máli þá fer "allt sem hann gerir og allt sem hann segir" í taugarnar á mér! Og vá hvað mér finnst það óþægilegt, get samt ekkert að því gert. Bara ef hann opnar munninn (sem er alltof oft) þá langar mig til að segja honum að grjót halda kjafti og hundskast eitthvað í burtu! Já, ég veit, ég á bágt og ætti að skammast mín alveg í tætlur, og skammast mín alveg fyrir þessar hugsanir. Ef einhver lumar á góðu ráði þá væri það vel þegið :) hvernig á maður að hætta að láta fólk fara í taugarnar á sér? Svo hugsa ég líka stundum: "ætli ég fari svona mikið í taugarnar á einhverjum" hummm, en mér finnst það svo ótrúlega ólíklegt að ég fer þá bara að hlæja að þessum hugrenningum mínum ;) hehe...

Till next...adios

3 comments:

Sigga Lára said...

Hihi. Það fór einn sem var með mér í einu fagi ferlega í pirrurnar á mér á síðustu önn. Síðasta daginn missti ég eitthvað út úr mér um það við hinar stelpurnar... og í ljós kom að hann fór ekkert minna í taugarnar á öllum hinum!
Það fannst mér nú gaman. ;-)

Elísabet Katrín said...

He he...gott að ég er ekki ein svona "ófullkomin"...verst að þessi er með mér í öllum fögunum sem ég er í nema einu :(

Díana said...

Það fara nú bara allir í taugarnar á mér, það er undantekning ef það er ekki... svo ég er orðin vön þessu..