Tuesday, January 01, 2008

Nýársdagur

Gleðilegt nýtt ár !
Já, það er víst komið árið 2008. Það byrjaði reyndar mjööööög rólega, því við Mikael fórum í sveitina í gær og ákváðum vegna leti, roks og góðs félagsskapar að dvelja þar yfir nóttina, sem varð til þess að við fórum afskaplega seint að sofa...spiluðum póker við Árna bró og Sverrir bró langt fram á nótt og vöknuðum því ekki fyrr en um hádegið! Maður sefur líka svo vel í sveitarökkri og roki :)
Komst annars að því í nótt og í dag líka að ég er ekki góður pókerspilari og eins gott að ég reyni ekki fyrir mér í þeim bransa með alvöru peningum!
En ef ég fer aðeins örstutt yfir farinn veg sl.árs og stikla á stóru þá hljómar "annáll" ársins 2007 einhvernvegin svona:

Árið byrjaði kanski á því að Nonni bró bað hennar Kathleen sinnar og hún sagði "já", svo mikil gleði ríkti í Brekku á nýársnótt. Sú gleði breyttis svo í sorg þegar pabbi fékk heilablóðfall í endaðan janúar og lést eftir viku legu á sjúkrahúsi aðfaranótt 4.feb. Eitthvað sem maður getur kanski alltaf átt von á en á samt aldrei von á. Varla farin að fatta þetta ennþá.
Svo leið tíminn eins og vanalega með vinnu og heimilisstörfum...man ekki eftir neinum sérstaklega merkilegum atvikun fyrr en ég tók þá stóru ákvörðun að segja upp störfum mínum sem matartæknir í eldhúsi FSA eftir tæpl.16 ára starf. En þessi merkilegi atburður átti sér stað 1.júní. Ég var búin að sækja um skólavist í Háskóla Akureyrar og einnig um annað mötuneytastarf (sem mig langaði nú satt að segja ekkert í, en sótti um svona "djust in keis"). Það varð úr að ég fékk inn í háskólanum og varð ég himinsæl, en samt líka pínu stressuð en það var nú kanski aðallega út af þessum skyndilegu breytingum, og vonadi ekki óeðlilegt. Ég fór í sumarfrí í endaðan júlí og var þar með hætt í vinnunni :) Þegar ég var komin í sumarfrí þá fannst mér ég hafa lítð að gera og tók upp á því að fara út að skokka og var bara orðin nokkuð öflug í því. Svo öflug að ég ákvað að láta reyna á að hlaupa 10.km í Reykjavíkurmaraþoni þann 16. ágúst. Það gekk bara þrælvel og ég var ekki þreyttari en svo að ég keyrði bara norður aftur stuttu eftir hlaup ;) Svo tók ég einnig þátt í Akureyrarhlaupinu þann 15.sept. og náði að hlaupa undir klukkutíma, sem var markmið hjá mér. Svo tók ég þátt í einu vetrarhlaupi þann 30.okt og ofgerði hnénu á mér eitthvað, það hefur amk ekki viljað leyfa mér að hlaupa mikið síðan en vonandi fer það nú að lagast.
Svo settist ég á skólabekk Háskólans á Akureyri í endaðan ágúst!
Fann mig strax mjög vel þar, er að læra nútímafræði og er í alveg einstaklega skemmtilegum bekk.
Já og ekki má gleyma brúðkaupi ársins; þegar Nonni og Kathleen giftu sig með prompi og prakt í lok ágúst.
Tók svo þátt í Kabarett Freyvangsleikhússins í haust og skaust einnig í örstutta leikferð, með félaginu, með stuttverkið "Hlé" á stuttverkahátíð í Borgarleikhúsinu....Fame fame fame ;)

Örugglega hafa nú gerst fleiri merkilegir atburðir þetta nýliðna ár, en ég man bara ekki eftir fleirum akkúrat núna ;) svo ég læt þessum annáli lokið og nú horfir maður bara bjartsýnum og vongóðum augum fram á veginn og tekst á við nýtt ár :)

Till next...adios

No comments: