Tuesday, January 08, 2008

Jólin búin

Þá eru jólinn liðin og ég orðin löt að blogga aftur...hehe ;)
Nei, ætla nú að reyna að standa mig eitthvað í þessu, bara mikið að gera hjá mér, vinna og fá gesti :)
Nú á ég BARA eftir að fá inn eina einkunn, og það verður nú gaman þegar ég get sett inn allar einkunnirnar mína hér á bloggið, ykkur til gleði og ánægju. Þær góðu til ánægju og þær lélegu til að hlæja að ;) hehe...hvað geri ég ekki fyrir ykkur???
Reyndar verður ennþá skemmtilegra þegar allar einkunnirnar verða komnar inn og ég fer að fara að fá námslánin mín ;) mér óar sá peningur sem bankinn hirðir af mér í vexti! Það á náttúrulega að breyta þessu námslánakerfi í hvelli, og gera þar með bönkum aðeins erfiðara um vik við að féfletta fátæka námsmenn, nóg gera þeir nú af því samt!
Ég redda þessu þegar ég kemst inn á þing,...eða verð forseti :)
Fór reyndar að velta því fyrir mér í dag, af því að nú fara launin að hækka næstu mánaðarmót, að þessar launahækkanir eru kanski ekkert svo voða sniðugar, því það hækkar bara allt annað um því sem það nemur, og oft gott betur en það!
Ég væri alveg til í að halda bara ágætis launum og halda verði á matvöru og öðrum nauðsynjum í lágmarki. Nógu voru þeir nú snöggir að láta lækkaðan virðisauka renna í ranga vasa. Ég er sko farin að borga alveg það sama fyrir innkaupakörfuna mína núna og ég gerði fyrir ári síðan...og sennilega bara meira en það.
Og hvaða glóra er í því þegar sumir eru með 100.000 kr. í mánaðarlaun þegar aðrir eru með 10.000.000 kr.??? Ekki að ég öfundist neitt út í "ríkisbubbana", á alveg nóg fyrir mig og mína, mér bara finnst þetta svo asnalegt. Það eru náttúrulega sjálfstæðisbúbbarnir sem eru búnir að einkavæða allt og hrinda af stað þessum ógurlega launamismun!!! Og SVEI- attan Dabbi stýrivaxtastjóri!!! Hóflegur launamismunur og lægra vöruverð, then we are talking ;)
Ja hérna, ég bara komin út í kjaramálin...isss, alveg hætt því núna. Ætlaði reyndar aðeins að tala um skólamálin! Það eru nefnilega skólaviðtöl í skólanum hjá strákunum á morgun, og ég fékk að vita í gær hvernær ég á að mæta með Mikael og í dag hvernær ég á að mæta með Kristján! Vei, þetta eru nú aldeilis snillingar í skipulagningu. Samt var skipulagsdagur hjá þeim rétt fyrir jólin ;) hehe...Og ef mér reiknast rétt þá hef ég 0 min til að hlaupa á milli viðtala!
Og Kristján boðaður í viðtal hjá umsjónakennaranum sem hann hætti að hafa fyrir rúmum mánuði síðan! Sennilega vill hún ekki sleppa af honum hendinni. Reyndar væri ég líka til í að sleppa þessu viðtali með Kristjáni, þessi kella minnir mann nefnilega svolítið á fuglahræðu, maður veit ekki alveg hvort maður á að óttast hana eða bara hlæja...svo ég er næstum jafn stressuð og Kristján ;)

Jæja, best að undirbúa sig andlega og fara bara að sofa :)

Till next...adios

1 comment:

Þráinn said...

Heyr heyr Frú Forseti