Sunday, January 06, 2008

Þrettándinn

Jæja, ég held bara að ég hafi haft það af að blogga alla dagana frá því að fyrsti jólasveinninn kom og þar til sá síðasti fór....nema einn dag! Ætla nú samt ekki að halda því fram að þetta hafi allt saman verið "gáfumannahjal" eða eitthvað, en þið verðið að taka viljann fyrir verkið ;)
Núna meira að segja er klukkan bara 5 min í tólf, en ég var staðráðin í því að ná þessum degi líka!
Þetta verður samt stutt...vinna á morgun og svona.
Ég gleymdi að minnast á það að ég eignaðist forláta sófa núna rétt um daginn, föstudaginn sennilega, var rétt búinn að fá hann í hús þegar Árni bró, Sigga Lára mág. Gyða frænk. og mamma komu í mat til mín :)
En þetta er þvílíka djásnið, leður-hornsófi dökk grænn og sér varla á honum :) Ég er alveg ofsalega ánægð þegar gott fólk sem ég þekki kaupir sér nýja hluti og eftirlætur mér þá "gömlu" :o)
Enda var gamli sófinn minn orðinn meira en lítið ljótur, slitinn og búinn að þjóna sínu hlutverki ! Held ég hafi keypt hann fyrir 15 árum síðan, í Augsýn (sem er löööööngu hætt) og þá kostaði hann 90.000 kr. sem ég greiddi í þrennu lagi. Mætti bara á staðinn og borgaði einu sinni í mánuði, ekkert skuldabréf eða Vísa rað kjaftæði, bara traust og staðið við sitt :)

Hætt og farin að sofa, hafið það gott og hagið ykkur fallega :)

Till next...adios

1 comment:

Þráinn said...

Hey...til hamingju með sófann. Mér líst vel á litinn á honum...þó ég hafi ekki séð. Grænn er bara liturinn;)