Wednesday, January 16, 2008

Af afmælum og stússi

Já í dag er merkilegur dagur, því þá eiga þau systkyni Friðrik og Ragnheiður Þórðarbörn afmæli. Friðrik Ingi orðinn svo mikið sem 17 ára (kominn tími á að leggja bílnum og hlaupa...) og hún Ragnheiður Katrín litla 5 ára (vona að ég muni þetta rétt...) óska ég þeim hér með innilega til hamingu :) og bíð spennt eftir rosa veislu ;)
Annars er það helst ég fréttum að ég gafst upp á að bíða eftir að snillingarnir á efri hæðinni gerðu eitthvað í stíflu málum, og þegar allt fór á mesta flot ever hér um hádegið í gær, þá hringdi ég á stíflulosara sem kom eftir 5 min og lagaði þetta á 2 klst. Með hávaða og látum...hélt það væri krókódíll fastur í rörinu eða eitthvað rosalegt! En svo var ég bara að dunda mér enn einu sinni að moka vatninu út úr geymslunni og þurrka gólf hér og þar og allsstaðar...gaman að því ;)
Skemmtilegast þótti mér þó að geta sett í þvottavél...og stelpu greiið hér uppi þorði ekki annað en að koma niður í gærkveldi og spyrja mig hvort hún mætti setja þvottavélina þeirra af stað...og sennilega er þvotturinn þeirra orðinn mjög hreinn, búið að þvo hann 3 eða 4 sinnum...hehe.
Hitti loksins á samvinnuhópinn minn í skólanum í dag, eða sem sé þau sem eru með mér í hóp í verkefnivinnu í Afbyggingu 20.aldarinnar. Við áttum að vera 6 saman, en tvær eru dottnar út og ein var veik, svo við vorum "aðeins" færri en stóð til. Þetta var samt ljómandi góður "hópur" og verður eflaust voða gaman að vinna með þeim í vetur :)
Jæja, ætla að reyna að ákveða hvað ég á að hafa í kvöldmatinn...heilsan ennþá eitthvað að stríða mér, er ekki alveg komin með fulla orku, en vona að það lagist ekki seinna en í gær...
Kanski ég panti bara pizzu...á ennþá afgang af tuttugukallinum sem ég þarf að fara að nota ;)

Till next...adios

No comments: