Thursday, January 03, 2008

Tíundi í jólum

Ennþá næstum jafn mikil leti og í gær, en þegar ég var að límast yfir tölvunni með Mikael í enn eitt skiptið, þá sá ég að við svo búið yrði ekki unað!
Nú skyldi farið í göngutúr! Mikael uppá stóð það að fara á hjóli og þar sem allar götur og gangstéttar eru mar auðar eins og um hásumar sé, þá leyfði ég honum það. Ég var nú samt ekki alveg að fatta góða veðrið úti og dúðaði mig sem um hávetur væri. Þetta hefur eflaust verið spaugileg sjón, Mikael hjólandi á undan mér og ég hálf skokkandi á eftir honum í dúnúlpu og með loðhúfu á hausnum! Ekki nóg með það, þegar ég kom heim þá höfðu böndin á húfunni og hárið á mér bundist svo miklum tryggðarböndum að ég þurfti að klippa húfuna lausa af hausnum á mér!
Þessi útivist sem átti að stuðla að þvi að Mikael yrði þreyttur og færi snemma að sofa í kvöld, varð til þess að ég kom heim löðursveitt og dæsandi með fasta húfu á höfði, Mikael aftur á móti hinn hressasti og ekki vitund þreyttur eftir að hafa setið á hjólinu og haft lítið fyrir þessu.

Svo kemur Kristján heim með flugi í kvöld, skóli hjá strákunum í fyrramálið og lífið fer að taka á sig hinn "eðlilega" vanagang á ný :)

Till next...adios

1 comment:

Þráinn said...

Hann hefði nú örugglega orðið þreyttur ef hann hefði verið að hjóla hér ´bænum. Helvítis rok og rigning alltaf hreint!!!!!