Wednesday, January 02, 2008

Níundi í jólum

Já, jólin ekki búin enn, þótt þau líði senn ;)
Verð að viðurkenna svakalega gleymsku mína í gær, við skrif "annálsins" ég gleymdi að minnast á þann stórviðburð þegar Kristján fermdist! Já, litli strákurinn minn komst í fullorðinna manna tölu á nýliðnu ári.
Einnig var ég óvanalega menningarleg á síðasta ári, fór á nokkrar myndlistasýningar, nokkrar leiksýningar og nokkra tónleika...einnig vann ég það afrek að fara nokkrum sinnum á skíði ;)

En dagurinn í dag er búinn að vera með afburðum rólegur...dagarnir síðustu búnir að vera hver öðrum rólegri!!! Vonadi ekki bara lognið á undan storminum ;)
Við Mikael fórum þó aðeins út fyrir dyr, ég skellti mér í "skilamennsku" og skilaði þeim örfáu jólagjöfum sem ekki þóttu "eigulegar" eða voru þegar til á heimilinu. Þetta var nú mjög lítið, eða einn geisladiskur og ein dvd mynd og báða þessa pakka fékk Kristján. Hann átti reyndar fyrir dvd myndina og langaði ekki að eiga Mugison diskinn...hefur greinilega ekki sama tónlistarsmekk og þorri þjóðarinnar, held að þetta hafi verið söluhæsti diskurinn!
Svo fór ég á bókasafnið og skilaði nokkrum bókum.
Ég keypti svo minnis-kort í PS2 tölvuna fyrir Mikael og eftir það sátum við og "söfnuðum köllum" í StarWars 2 leik. Fjör fjör fjör ;)
Sem sagt RÓLEGT, nú er ég að hita upp afgangana af afgöngunum síðan í gær og á ekki von á miklum sviptingum það sem eftir er dagsins.
Reyndar heyrði ég í honum Kristjáni mínum aðeins í dag og á von á að hann komi heim á morgun :)

Till next...adios

2 comments:

Þráinn said...

Hey...fann þessa síðu aftur. Nú fylgist maður spenntur með:)

kv.

Þráinn
thrainnsigvaldason.blog.is

Elísabet Katrín said...

Enda alveg æsispennandi blogg hjá mér ;) hehe