Monday, March 28, 2005

Xskjúse mí

Heilt og sælt veri fólkið...

Sennilega eru nú samt allir (allir = þessir fáu sem lesa bloggið mitt, eða lásu!) búnir að gefast upp á að fara hingað inn. Ekkert skrifað síðan fyrri hluta 1425...ýki kanski smá.

Annars ef ég reyni að afsaka mig eitthvað, þá er þetta sambland af leti, leti og óþolinmæði gagnvart tölvugarminum mínum! Ég er ekki einu sinni að ýkja þegar ég segi að ég þarf að bíða í nokkrar mínútur bara til að komast inn á bloggið.

Annars er ég nú samt hissa á mér að nenna ekki oftar að skrifa, því ég hef alveg haft helling til að skrifa um.
Man að vísu ekki helminginn núna en þetta sem ég man er:
Það var árshátíð FSA 5.mars, gekk alveg ljómandi vel. ÉG var veislustjóri og stóð mig að sögn annara alveg hreint ljómandi vel. Hún var þarna hún Elísabet Gestsdóttir ,náfrænka mín, og var alveg hreint að springa úr stolti! Læt þetta bara fljóta með...;)
Svo fékk ég flensu, og fékk aftur flensu og svo fékk ég líka sýkingu í flest tómarúmin í hausnum á mér (sem hljóta að vera þónokkur, því ég var alveg að farast) og þurfti að vera á sýklalyfum í 10 daga.
Missti meira að segja heyrnina á hægra eyranu í tvær vikur eða svo. Svo nú er ég að verða bæði blind og heyrnarlaus!
Get að vísu ennþá talað ótæpilega mikið :) mér amk til mikillar gleði....múhahahaha

Svo er ég löt í skólanum, veit ekki afhverju ég vara að druslast í þetta eina fag...er gersamlega ekki að nenna þessu!
Er með danmerkur ferðina á bið, tek ákvörðun um mánaðarmótin hvenær ég fer.
Verð greinilega að drífa mig fyrir 1.júní ef ég ætla að ná í skottið á honum Jóni áður en hann flyst á klakan um stund amk. Annars finnst mér það frábærar fréttir.
Nú verður sko fjör í sumar :)

Kristján fór suður til pabba síns miðvikudaginn fyrir páska.
Páskarnir fóru mest í að taka til og borða góðan mat.
Fór í sveitina föstudaginn langa, Mikael hjálpaði Sverri að gefa kindunum hey.
Fengum svo hangikjöt með stöppu og grænum baunum...nammi nammi nammmmmm.

Kíktum svo á Dalvík á laugardeginum, fengum þar hammara. Ljómandi fínt.

Fórum svo aftur í sveitina á Páskadag. Eftir að Mikael hafði innbyrt nánast heilt páskaegg nr.6 !!!
Enda var drengurinn í stuði þann daginn.
Fórum aftur í fjárhúsin með Sverri og fórum svo í fótbolta. Fengum svo hrygg og tilheyrandi í kvöldmatinn.....namminamminamminammm!!!
Ég var hálf afvelta þegar ég kom heim.

Svo kom hann Kristján minn heim í dag :)
Og þá færðist nú aldeilis fjör í bæinn...
og nú bíður hann eftir því að komast aðeins í tölvuna...og er ég að hugsa um að leifa honum það, enda ekkert meira að segja og er farin að bulla út í eitt.

Till next...adios

3 comments:

Sigga Lára said...

Jibbú! Velkomin aftur! Sökum geigvænlegrar leti hitti ég engan á Akureyri um páskana nema þá feðga og sjónvarpið. Reyni að standa mig betur næst.

Nonni said...

Gaman að sjá þig aftur á blogginu :) Ég er einmitt einn af þeim sem hef tékkað á hverjum degi hvort þú værir farinn að blogga aftur...svo nú er ég glaður:). Þú finnur bara tíma til að skreppa í heimsókn og ég skal sjá til þess að vera eitthvað í fríi.Adios till next time :)
Nonni Bró

Lifur said...

Lengi von á einu. Var ekki alveg búinn að gefast upp.