Sunday, April 03, 2005

Súkkulaði

Sælt veri fólkið :)

Vil ég byrja á að þakka Nonna, Siggu Láru og Lifur (frænda) kærlega fyrir stuðninginn og ógurlega þolinmæði :)
Þið verðið til þess að ég sest niður við seinfæru tölvuna mína og reyni að rita eitthvað að viti (eða ekki viti...skiptir engu!).

Einu sinni, þegar ég var lítil stúlka, þá hélt ég að það væri aldrei hægt að fá nóg af súkkulaði.
En ég dag er ég eginlega komin á aðra skoðun.
Ég keypti nefnilega páskaegg handa strákunum mínum, nú eins og góðri móðir sæmir..., og afþví að þau voru á tilboði í Bónus (ekkert bruðl) þá urðu fyrir valinu tvö egg nr.6 (sennilega eitthvað sem mig hefur dreymt um sem lítil stúlka).
Svo þegar Kristján kemur heim, kemur hann með eitt páskaegg með sér! Sniðugur leikur hjá föður hans...láta hann taka út sykuræðið hjá mér ;) hehe, og við Mikael ekki enn búin með páskaeggið hans!
Svo staðan í dag er þannig: ennþá leifar af 2 eggjum þeirra bræðra og eitt egg nr.6 ennþá falið upp á skáp!
Mér finnst súkkulaði flæða út um eyrun á mér pog hugsa með hálfgerðri skelfingu til þess þegar síðasta páskaeggið verður tekið til átu!
Verst að hann Friðrik Ingi fermdist ekki um páskana, þá hefði ég gega gefið honum það í fermingargjöf...múhahaha!

Talandi um ferðalög til Köben...hummm....hux.... þegg hlýtur að fara að koma. Það eina sem er að hrella mig núna eru fjárlög heimilisins!
Ísskápurinn minn gamli (sem ég fékk gefins fyrir ca.13 árum síðan, þá átti sko að henda honum) tók upp á því um dagin að telja hlutverki sínu sem kæligeymslu lokið og fór að hita innihald sitt! Það var ekki geðsleg aðkoma á sunnudagsmorgni, að opna ísskápinn og á móti manni kom hitabylgja....mjólkin rann ekki úr fernunni heldur slettist þykk og vellyktandi úr henni!
Svo ég þurfti að drífa mig strax í búð og kaupa nýjan ísskáp.
Sem var sko ekki inn á fjárlögum þessa árs.
En þessi nýji er nú aldeilis mikilu flottari en gamla greiið :)
Svo þurfti ég líka að kaupa mér gleraugu um daginn, svo að fjárútlát mín hafa verið í hærri kantinum það sem af er árinu. ÉG er að vísu ekki búin að borga ísskápinn alveg....tek mér nú sennilega tvo mánuði í það.
Svo ferðaáætlanir ráðast kanski svolítið af fjármálum, finnst lítið spennandi að fara til Köben og geta ekki eytt neinu! En ég er á fullu að plana í hausnum....og á hausnum;)

Jæja, læt þessu lokið í bili
reyni bara að skrifa fljótlega aftur...

Till next...adios

1 comment:

Sigga Lára said...

Já, það er vont að lenda út af fjárlögum. Nú held ég að húsið mitt sé tekið uppá að leka. Veit ekki hvenær ég herði upp hugann nóg til að senda menn uppá þak til að vita hvað kostar að láta gera við. Get ekki ímyndað mér annað en að það kosti bæði handlegg og fótlegg. Sjitt.