Wednesday, May 18, 2005

Danmerkurferðin- fyrsti hluti

Ferðalagið byrjaði nú eginlega á miðvikudaginn 11.mai.
Ég fékk að stinga af úr vinnunni kl.14:00 og fór og keypti miða í Hvalfjarðargöngin og náði mér í smá gjaldeyri.
Amma hans Mikaels fór með hann út á Dalvík og við Kristján brunuðum af stað suður um kl.17:00
Ég byrjaði á að skutla Kristjáni til pabba síns þegar til borgarinnar var komið og fór svo upp í Garðarbæ þar sem ég gisti hjá henni Örnu. Það var náttúrulega kjaftað til kl.02 um nóttina og svo vaknaði ég kl.05 morguninn eftir.
Ég var komin á Leifsstöð rúmlega 06, byrjaði á því að villast aðeins í leit að vöktuði bílastæði, þar var frekar ólipur starfsmaður sem spurði hvort ég ætlaði að borga með debet,visa eða pening. Þegar ég sagði ha? Þá argaði hann á mig: "svaraðu stax". Ég stamaði út úr mér að ég ætlaði að borga með debet, og þá rausaði hann eitthvað sem ég skildi ekkert í, rétti mér miða og ég stormaði í burtu. >Lagði bílnum og vonaði að ég myndi finna hann þegar ég kæmi til baka.
Þegar í flugstöðina kom þá fann ég vingjarnlega konu sem gat sagt mér hvað ég ætti svo að gera við þennan blessaða miða sem bílastæðavörðurinn rétti mér!
Auðvitað lennti ég í ógulegri röð, en að lokum gat ég tékkað mig inn og fór í fríhöfnina.
Ég er ekki alveg að skilja hvað fólk nennir að kaupa sér í þessari fríhöfn, þarna tróðust konur um allt og fylltu körfur sínar af kremum og ilmvötnum.
Ég svona hálf flaut með straumnum og náði að grípa með uppáhalds ilmvatnið, maskara, varalit og dagkrem.
Svo keypti ég Starwars legó tölvuleik fyrir Kristján og starfæna myndavél handa mér :)

Svo settist ég niður og dróg andann léttara eftir þessa þrekraun!

Þegar að fluginu kom þá lennti ég aftur í röð, það var eins og allir væru á leiðinni til Köben, enda var vélin alveg kjaftfull!
Á leiðinni var frekar óspennandi fræðslumynd um hárþykkingar vörur og andlitskrem! Hummmm...ekki veit ég hvað Icelandair ætlar sér með þessu framtaki sínu.
Svo var lennt og ég var orðin SPENNT, var eflaust eins og lítill krakki, VÁ hvað allt var stórt og allt öðruvísi!

Nonni bró beið eftir mér á flugvellinum og byrjuðum við á að fara í lest og Nonni lennti í leiðinlegum lestarverði sem verður ekki rakið meira hér!

Svo um kvöldið fór Nonni á hljómsveitaræfingu og ég í Tívolí!!! Það var ekkert smá gaman :)
Rússíbaninn stóri nýji var toppurinn. Turninn þar sem maður er hífður upp 60 metra og dettur svo niður, var mest skerí! Það var rosalega gaman að prufa þetta allt saman og ég skemmti mér ofboðslega vel :)

...nú ætla ég að gera hlé á sögunni og frh.næst

Till next...adios

1 comment:

Sigga Lára said...

Já, kræst, ég hef farið í þennan turn. Held ég hafi aldrei á ævinni öskrað jafn hátt eða mikið! Úff, alveg lofthrædd við tilhuxunina.

Meira!