Jæja, það er ekki seinna vænna að halda áfram með danmerkurferðasöguna....fer nú að verða svolítið djúpt á mynninu!....en höldum áfram sem frá var horfið....
Á föstudagsmorguninn var byrjað á smörrebröd sem var afgreitt af tælendingum í smákompu nærri Ráðhústorginu. Ráðhústorgið er náttúrulega snilldar-torg, þar sem fólk er eins og heima hjá sér, klippir ýmist táneglur á eiginkonunni eða sefur svefni hinna (svefn-)drukknu!
Þá upphófst eina verslunarbrjálæði mitt í ferðinni.....það stóð í ca.2 tíma á Strikinu á meðan að hann Jón hvíldi sig eftir "erfiða" æfingu gærkvöldsins ;)
Enda ekki leggjandi á nokkurn karlmann að æða búð úr búð (fór nú inn í ca.5 búðir) og kaupa og kaupa!!!!
Ég keypti mér sko alveg þrennar buxur og tvenna boli! Og Spiderman bíl handa Mikael ;)
Þegar ég kom heim til Jóns með pinkla mína var hann hinn hressasti og við ákváðum að fara í gönguferð um Köben. Fórum reyndar fyrst á fantagóðan veitingastað og fengum geðveikan kjúkling! Þ.e.a.s hann var geðveikt góður......verð að komast að því hvernig danir matreiða kjúklingabringur....eru alveg meirar og safaríkar....mmmmmmmm :)
Svo var labbað og labbað og skoðaðir allir merkustu staðir Kaupmannahafnar...Litla hafmeyjan (sem er ekki mikið stærri en ég) Nýhöfn, Marmarakirkjan, og fullt af stöðum sem Nonni man hvað heita :)
En ég stóð líka í sporum HC.Andersens ;)
var að vísu heillengi að spá í hvaða spor væru þarna út um allt!!!
Eftir allt labbið fórum við og sáum frumsýningu á myndbandi þeirra Hekkenfeld-bræðra....skítkast. Sem er bæ the vei, alveg snilld....:)
Til að gera langa sögu stutta, þá var ferð í dýragarðinn á laugardeginum, þar sem ég missti mig með myndavélina, enda ekki á hverjum degi sem maður sér ljón, fíla og gíraffa!!!
Og á laugardagskvöldinu voru svo hinir víðfrægu og stórskemmtilegu útgáfutónleikar Hekkenfeld :)
Þar sem Jón bró var náttúrulega laaaang bestur :)
Bjórinn kostaði bara 10 kr.danskar.....svo ég var fegin þegar ég vaknaði upp heima hjá Jóni uppúr hádeginu á sunnudeginum.... en ég mæli alveg með skemmtistöðunum "Kósí" og "Can can" svona ef einhver er á leið til Köben ;)
Sunnudagurinn var letidagur, sem leið að mestu leiti á snilldarbarnum "Oscar", mæli einnig með honum...
Svo á máundagsmorgun var komin tími til að kveðja þessa frábæru borg...og var ekki laust við að það væri með örlitlum söknuði. Nonni fylgdi mér á flugvöllinn....þar sem ég reyndar komst í hann krappann!
Sennilega er mynd af mér núna á Kastrup....svona til vonar og vara fyrir þá ef mér skyldi detta í hug að skreppa aðra ferð yfir atlandshafið :)
Ég kom heim um hádegisbilið, náði í Kristján og við brunuðum heim á leið....með viðkomu á Dalvík að ná í Mikael. Það voru þreittir en ánægðir ferðalangar sem komu heim um kvöldið :)
till next...adios
Wednesday, July 27, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment