Wednesday, July 27, 2005

Til-raunir

Ég hef sennilega verið í einu af mínum víðfræðu bjartsýnisköstum þegar ég fann upp fyrirsögnina á þessu bloggi mínu...."Allir dagar eru góðir dagar".....því sumir eru ekki eins góðir og aðrir!
En ég hef nú reynt að lifa eftir uppáhalds "frasanum" mínum:
"Brostu og allur heimurinn brosir með þér....gráttu og þú verður blautur í framan".
og mun reyna það áfram, hvað sem öllum "ekki alveg eins góðum" dögum líður.

Einnig finnst mér gremjulegt, þegar maður tekur rétta og góða ákvörðun (að maður telur), þá geti einhver annar tekið aðra ákvörðun sem gjörbreytir manns eigins ákvörðun !
Sem sagt: er ekkert að marka mína ákvörðun, ef einhver annar tekur aðra ákvörðun sem er yfirsterkari minni ákvörðun!???

Ok, nú vita sennilega fæstir sem lesa þetta (ef einhverjir eru enn nógu þolinmóðir að kíkja hér inn) hvert ég er að fara.....og það er bara allt í lagi....maður þarf ekki endilega að gefa útskýringu á öllu....stundum er maður bara að hugsa undarlega....eða ekki!!!

En núna er ég að hugsa um að reyna að komast á námskeið, og námskeiðið á að heita "Lærðu að hugsa eins og karlmaður", svo ef einhver veit um slíkt námskeið þá má láta mig vita takk (",)

Læt þetta bara duga í bili

Till next...adios

1 comment:

Sigga Lára said...

Hmmm. Já. Einu sinni hélt ég líka, mjög reglulega á ca. 15 ára tímabili að ég þyrfti á slíku námskeiði að halda. Síðan tók Alheimurinn ákvörðun sem óverrúlaði allar mínar og leysti öll mín vandamál. Síðan hef ég velt því mikið fyrir mér hvort mig hafi ekki frekar vantað námskeiðin:

„Lærðu að passa þig á öjmingjum!“
og
„Fimmtíu milljón ástæður fyrir því að eiga ekki mann sem veit ekki í hvort fótinn hann á að stíga eða hvrt hann er að koma eða fara, segir eitt í dag og annað á morgun og er þaraðauki alkóhólisti.“

Held líka að ótrúlega margir huxi ekkert mikið.