Sunday, October 02, 2005

Veðurspá vetrarins

Nú er ég búin að dreyma fyrir veðri vetrarins!
Það var í fyrrinótt sem mig dreymdi að ég fór inn í fjárhús sem var nánast fullt af kindum, þó
gátu þær nú samt hlaupið um og voru mjög styggar! En samt dáðist ég að litarfari þeirra, það voru nefnilega margar flekkóttar, flestar í framan! Ég hugsagði einmitt að það væri nú gaman ef það væru fleiri svona í sveitinni heima!;)
Þetta var í einhverjum fjárhúsum fyrir austan...er ekki viss með staðsetninguna.
Svo veðurspáin er svohljóðandi: "Það verður mjög umhleypingasamt veður í vetur, snjór og hláka til skiptis og talsvert hvasst!

En frá veðurspá í heilsufar dagsins! Nú er liðið rétt að skríða saman eftir magapest sem laggt hefur alla í sófann!
Mikael byrjaði á þriðjudagskvöld, síðan ég á föstudag og Kristján í gær, laugardag. Kristján greiið fór nú verst út úr þessu því hann byrjaði að æla kl.05 að morgni laugardags og hætti ekki fyrr en um kl.10 að kvöldi sama dags!!!
En nóg af svona ógleðissögum!
Kristján er að fara á Reyki á morgun, verður í 5 daga.
Ég er byrjuð að syngja í gospelkór, og líkar ágætlega það sem af er. Ætla svo bara að sjá til hvað verður.
Svo eru að fara að skella á Kabarett æfingar, reyndar búnir tveir fundir og lofa góðu :)
Man ekki eftir að það hafi verið komið svona mikið efni svona löngu fyrir Kabarett.....

Allir sem virkilega langar til að hlæja og skemmta sér, þeir mæta sko á Kabarett....áætluð dagsetning er 28.og 29. október!

Hef svo sem ekki miklu við að bæta í dag, nema kanski að ég hef tekið þá drastísku (or not) ákvörðun að láta karlmenn algerlega eiga sig a.m.k næstu tvö árin!!!
Og eftir því sem að ég hugsa það betur, því skynsamlegri finnst mér þessi ákvörðun ;)

Till next...adios

No comments: