Saturday, October 15, 2005

Slátur

Nú, eða sláttur! Undarlegt hvað einn stafur getur skipt miklu máli!... en þetta er nú útúrdúr.
Nú eru haustverkin í algleymingi. Sláturgerð var sl. föstudag (í gær) og styttist í "kjötbras" og kabarett.
Sverrir bró. er að semja hlutverk fyrir okkur systkinin (svo við getum nú bæði slegið í gegn;) og Árni bró ku víst búinn að trúlofa sig! Það las ég a.m.k á Bloggi og ekki lýgur það ! Nonni bró er staddur í S.-Ameríku og Þórður bró hjá Securitas!
Og ég.....bara sama sama. Nema kanski að viðbættu kabarett-gospel stússi.

Nýju nágrannarnir á efri hæðinni eru flutt inn, í kvöld, svo ég fer að sjá fyrir endann á endalausum hamarshöggum, borhljóðum og ýmsum hávaða !
En hvað þau eru heppin að eiga svona "geðgóðan" nágranna :)
Svo auglýsi ég hér með eftir góðu fólki til að kaupa efstu hæðina í húsinu "mínu", það er búið að gera hana voðalega fína og er hún jafnframt á viðráðanlegu verði fyrir milljónamæringa:)

Jæja, best að fara að koma sér í háttinn, reyna svo að vera dugleg á morgun og laga til og þrífa!!! Or not!;/
Svo held ég líka að það séu allir (allir tveir) hættir að lesa bloggið mitt....en það er líka bara allt í lagi, ég get þá bara farið að láta allt flakka! Múhahaha!

Till next...adios

1 comment:

Nonni said...

hae hó, smá leidrétting...ég er í Mid Ameríku eins og er, kem til S-Ameríku 4 Nov. Ef allt verdur á áaetlun...sem thad er jú ekki alltaf, saman ber sídasta blogg hjá mér. ;=0 . kaer kvedja,
Nonni