og líður að jólum!
Í þessum rituðu orðum er klukkan 16:50 að staðartíma. En úti er orðið dimmt og drungalegt!
Eða eins og skáldið sagði:
Nú húmar að kveldi
og skuggar sækja að
í öllu sínu veldi
það er nefnilega það.
Annars hef ég ekkert að segja eða skrifa...en geri það nú samt!
Það kom í ljós í gær að ég þarf að fara suður til Reykjavíkurborgar 9.desember! Skreppa með hann Kristján litla til læknis og sjálfa mig til augnlæknis 8-)
Annars er ég voða róleg yfir því að styttast tekur í jólin. Ólíkt sumum sem virðast vera að fara yfirum (starx!) af stressi, þurfa að sótthreinsa íbúðir sínar og baka a.m.k 15 sortir , tala nú ekki um gjafakaupin.
Maður hleypir nú þessu bara framhjá sér, jólin koma á sama tíma og vanalega, hvort sem ég er búin að slettast með blauta tusku upp um alla veggi eða ekki. Staðreyndin er nú bara sú ,að mér finnst miklu skemmtilegra að sitja undir teppi og horfa á góða mynd í sjónvarpinu, með kakó og smákökur sem "kexsmiðjan" eða "Kristjánsbakarí" hafa bakað fyrir mig, heldur en að hamast með tusku upp um alla veggi og út í öll horn!
Ef ég væri rík (tík) þá myndi ég vera með skúringakonu sem kæmi einu sinni í viku ;)
Jæja, nóg af jólaundirbúning mínum...ætla að hætta að slæpast á netinu og reyna að taka pínu til :) or not! Sjáum til hvort hefur meira aðdráttarafl tuskan eða sófinn...
Till next...adios
Saturday, November 19, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment