Friday, January 20, 2006

ADSL

Jæja, ég ætla að byrja á að afsaka laaaaanga fjarveru mína frá þessum miðli.
En það er aðallega vegna þess að ég var alveg búin að gefast upp á blessaðri netttenginunni minni.
En nú er ég komin í hóp fullorðna fólksins og komin með ADSL og ætla að vona að því fylgi ógurlegur dugnaður við að skrifa misgáfuleg orð hér!

Jólin búin, nýtt ár byrjað, slatti af ættingjum búnir að eiga afmæli og beðið eftir öðrum með óþreyju...

Ég er búin að komast að því að ég á ósýnilegan bíl, a.m.k er svínað fyrir mig oft á dag núorðið...er meira að segja búin að labba hringinn og tékka á ljósum og svoleiðis og það virðist allt virka voða fínt. Svo, ég er konan á ósýnilega bílnum ;)

Ég er að hugsa um að taka líf mitt til gagngerrar endurskoðunar, en bara nenni því ekki núna.

Fékk þessa fínu fávitafælu í jólagjöf og hef komist að því að það hefa verið eintómir fávitar í kring um mig, ég hitti a.m.k ekki hræðu þessa dagana.

Jæja, ég ætla að halda áfram að væflast á netinu í tilefni dagsins.

Já og til hamingju með daginn karlmenn :)

Till next...adios

No comments: