Kardemommubærinn var frumsýndur hjá Freyvangsleikhúsinu 25.feb. og tókst í alla staði frábærlega :)
Leikararnir ungir sem aldnir (eldri;) stóðu sig með stakri prýði sem og allir aðrir sem að þessu stóðu.
Og skora ég hér mér á alla, unga sem eldri...að drífa sig á þessa frábæru sýningu!
Eftir sýninguna var öllum...sem að sýningunni stóðu...boðið í léttar veitingar að Öngulsstöðum III ferðaþjónustu, og gerðu svo flestir sér þar glaðan dag...eða kvöld :) Svo fóru þeir alhörðustu á Vélsmiðjuna á eftir og stigu trylltan dans fram eftir nóttu...
Verð nú að viðurkenna að daginn eftir þá öfundaði ég ekki leikarana sérstaklega að þurfa að stíga á stokk og leika fyrir 140 krakka kl. 15:00! En vonandi eru bara allir sælir og glaðir eftir þetta ljómandi frumsýningarkvöld :)
Svo er FSA-minn lúni vinnustaður, búinn að fresta árshátíð (sem vera átti n.k. laugardagkv.) um 1 ÁR!!!
Vegna ónógrar þáttöku. Skildist í dag að aðeins hefðu 130 verið búnir að skrá sig.
Þetta finnst mér með endæmum lélegt, milli 600-700 manns vinna á FSA! Svo menn geta rétt ímyndað sér hvort starfsmannastefna FSA sé á réttir leið...
En við þær alhörðustu í eldhúsinu látum nú ekki deigið síga ;) og í stað árshátíðar erum við að reyna að skipuleggja eitt partý í snarheitum! Og hef ég fulla trú á að það hafist. SVo djamm djamm djamm here I com...
Vil ég samt góðfúslega benda hneiksluðum á að ég hef vart farið út úr húsi síðan í haust....svo ég vona að þetta sleppi til þótt það stefni í þriðju helgina í röð ;)
Gullmoli dagsins:
Hann Mikael sagði við mig um daginn, mjög hugsi á svip;
" Mamma, þegar stelpur verða stórar þá verða þær mömmur og þegar strákar verða stórir....þá verða þeir menn!"
Till next...adios
Tuesday, February 28, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Get staðfest að fátt er erfiðara en að leika Kardemommubænn full-þunnur. Gerði það á sínum tíma daginn eftir að ég dimmiteraði... hef átt betri daga.
Ertu svo ekki að fara að koma í bæinn? Er með splunkunýtt og ilmandi barn til að skoða...
Jamm, kíki við tækifæri....Annars er mér ekki óhætt að skoða ný og ilmandi börn, a.m.k ekki fyrr en gráturinn hættir að vera krúttlegur og verður bara grátur.
Post a Comment