Wednesday, May 24, 2006

Skamm skamm...

Já skammastu þín Silvía Nótt, eða á ég að segja: skammastu þín Ágústa Eva?

Aðdáendur Silvíu Nætur eru beðnir um að hætta að lesa NÚNA!

Ég var annars orðin alveg hreint standandi bit á þessari vitleysu í Eurovision í ár. Héldu íslendinar í alvöru að það væri vænlegt til framdráttar að láta dónalega, frekjulega og vera til háborinna skammar???
Að leika "dífu" er eitt, að leika málaða stelputík sem segir ekki óblótað orð er allt annað.
Að ráðast að sárasaklausu fólki með svívirðingar og dónaskap er með öllu óverjandi, og finnst mér að útvarpsstjóri og menntamálaráðherra ættu bæði að segja af sér ekki seinna en í gær!
Að lokum finnst mér alveg kominn tími á það að hún Ágústa Eva (sem sú "flökkusaga" gengur um að sé feimin krúsidúlla) taki ábyrgð á þessum skapnaði sínum, eða á maður að segja vanskapnaði sínum!
Það er eins og það megi aldrei nefna þær stöllur í sömu setningu. Og ef að Ágústa Eva skammast sín svona mikið fyrir sköpunarverk sitt, afhverju í óskupunum er hún þá að færa það á borð fyrir almenning???
Ef Bárður og Birta í stundinni okkar færu að tala ljót orð og "dissa" hvort annað og aðra krakka, þá er ég ansi hrædd um að þau Þórey og Jóhann myndu þurfa að svara til saka fyrir það.
Og það er leiðinlegt að segja frá því, en ég er ansi hrædd um að það séu fleiri krakkar á aldrinum 4-12 ára sem horfa á Silvíu Nótt heldur en Stundina okkar!

En kæru landsmenn; þetta vilduð þið! Þetta kusu þið yfir ykkur! Alveg dæmalaust hvað íslendingar kunna illa að fara með kosningarétt sinn, ég er nefnilega alveg logandi hrædd um að þeir kjósi aftur sjálfstæðisflokkinn yfir sig, bæði í sveitastjórnarkosningunum núna og einnig í alþingiskosningunum næsta vor!
Ja svei, ég segi nú ekki meira!

Till next...adios

Ps. Hún beit nú alveg höfuðið af skömminni þegar hún,( eins og fréttamaðurinn orðaði það:dreifði munnvatni yfir viðstadda) hrækti á liðið þegar hún komst ekki áfram.
Í einhverjum löndum hefði hún eflaust verið tekin af lífi fyrir tiltækið, en í íþróttaheiminum hefði hún fengið rauðaspjaldið og verið vikið af velli.....í hvelli ;)

No comments: