Friday, May 26, 2006

X-B

Góðan dag góðir hálsar...vona að hálsar ykkar séu betri en minn, sem er reyndar afskaplega afleitur! En þetta stendur allt til bóta eftir að ég grenjaði "dóp" út úr lækninum mínum í morgun :) hipp hipp húrra fyrir góða lækninum!

En reyndar er þetta ekki það sem mér liggur á hjarta núna, þótt ég sé búin að vera lasin í viku og eiga MJÖG ´bágt!
Það er þetta með kosningarnar á morgun!
Í fyrsta skiptið í 15 ár ( var eitthvað að spauga með þetta og snarbrá þegar ég áttaði mig á því að ég er víst búin að hafa kosningarétt svona ansk...lengi)
þá er/var ég í vafa um hvað ég ætti að kjósa. Þ.e.a.s hvaða flokk.
Svo byrjuðu þessar endalausu umræður og þessar hundleiðinlegur auglýsingar að dynja á manni.

En það var aðallega eitt sem stakk mig og gerði mér kleyft að gera upp hug minn, það hefur verið
gríðarlega mikil umræða um það að framsóknarflokkurinn sé að þurrkast út!!!

Og ekki vil ég hafa það á samviskunni, ég held að land og þjóð yrði mun fátækari af umræðuefnum og skoðanaskiftum ef að framsókn yrði ekki lengur til eftir kosningar!

Svo nú skora ég á alla að láta ekki sitt efitir liggja og kjósa X-B
Hjálpumst að við að vernda minnihlutahópa í þjóðfélaginu, aldraða, öryrkja, einstæða foreldra og framsóknarmenn :)

Göngum glöð af kjörstað með góða samvisku :)

Reyndar verð ég að segja að sá sem er í framboði fyrir framsókn í Kópavogi er alveg með endæmum óspennandi kostur (pent orðalag yfir leiðingargaur). Enda er hann án efa sjálfstæðismaður í dulargerfi.

Till next...adios

1 comment:

Þórður said...

Ekki tókst þér nú að stoppa af hrun framsóknar á Akureyri....og það er bara í góðu lagi