Gleðilegan verkalýðsdag :)
Í tilefni dagsins þá hef ég ekki unnið handtak í allan dag, bara sett í 2 þvottavélar og svo slæpst...
Annars held ég að það séu allir búnir að gefast upp á að lesa bloggið mitt, hef a.m.k ekki fengið nein komment laaaaaaaaaaaaaanga leeeeeeeeeeengi.
En ég læt það ekki slá mig út af laginu og held ótrauð áfram. Helli úr skálum reiði minnar eða tala um það sem vel er gert, en einhverra hluta vegna fer alltaf minna fyrir því en hinu sem miður fer!
Auðvitað ætti maður bara að vera jákvæður og skrifa um fallega og skemmtilega hluti, en vá hvað það yrði eitthvað leiðinlegt til lengdar ;)
En ég lofa að hafa það með, eins mikið og ég get.
Ég t.d fermdi Kristján 21.apríl sl. og gekk það ljómandi vel, og strákurinn stóð sig eins og hetja :)
Vil bara þakka öllum hér með sem komu og gerðu daginn enn ánægjulegri fyrir vikið :) takk takk!
Svo smá neikvætt: Arg! Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér, þá er það heimskt fólk. Og þá er ég að tala um fólk sem á að teljast líkamlega og andlega "í lagi" og hafa tekið út eðlilegan þroska. Þ.e. komið yfir tvítugt en hagar sér eins og úfff ég veit ekki einusinni eins og hvað það hagar sér!
Dæmi: Það flutti nýtt fólk í húsið fyrir ca.3 vikum síðan. Ég fékk mér endurvinnslutunnu sl. föstudag. Í morgun var búið að henda 2 ógeðslegum opnum ruslapokum ofaní endurvinnslutunnuna! Og ógeðslegar matarleifar dreyfðar yfir allt endurvinnsludótið sem ég var búin að setja ofaní. Og nb. tunnan er MJÖG vel merkt, bæði ofaná lokinu og framaná tunnunni.
Dæmi tvö: Þetta sama fólk, er ekki með þvottavél í þvottahúsinu, heldur bara þurrkara. Sem væri svo sem allt í góðu, nema hvað að þetta er þurrkari með barka sem eðlilega þarf að fara út um glugga svo að gufan sem myndast við þurrkunina fari út en ekki inn. Þetta virðist vefjast fyrir þessu blessaða fólki, því þurrkarinn er staðsettur eins langt frá glugga og mögulegt er, og barkinn bara puðrar gufunni upp í lofti! Fyrir utan að vera að reyna að þurrka þvott á snúrunum í þvottahúsinu og fá þessa mollu í þau. Þá meira að segja loka þau dyrunum vel og vandlega, sem alltaf er annars opin, þegar þau eru með þurrkarann í gangi! SVo um daginn þá var þvottahúsið eins og tyrkneskt gufubað. Ætti kanski ekki að bögga ´mig á þessu, heldur bara selja aðgang að sauna ;)
Jamm, þetta pirrar mig aðeins, en ég tek þessu náttúrulega með jafnaðargeði, eða ógleði og læt sem ekkert sé ;) týni ógeðið upp úr endurvinnslutunnunni og lofta úr úr þvottahúsinu. Vona að blessað fólkið þroskist fyrir rest. Já og læri almennilega á píanó eða selji það ella.
Hætt að tuða í bili, skal reyna að vera jákvæðari næst :)
Till next...adios
Tuesday, May 01, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Ég les þig miklu oftar en þú bloggar. ;-) Sjáumst á föstudaginn?
Maður reynir nú enn að fylgjast með
Já sko þetta tókst!!
Nú get ég fylgst almennilega með þér. Takk fyrir góða helgi :-)
Post a Comment