Tuesday, April 17, 2007

Kettir


eru til margra hluta nytsamlegir



T.d flottir sem bókastoðir :)

Það ættu allir að eiga einn, og geta fengið þá hjá mér ;)

Annars er það helst í fréttum að það er aaaaaaaalveg að koma sumar...

Alveg satt, sumardagurinn fyrsti er ekki á morgun heldur hinn, og ég er þess fullviss að þetta verði veðurblandið sumar.

Einhver rigning, eitthvað rok, einhver sól og eitthvað logn...

Ég er nefnilega svakalega flink í að spá í veðurfar komandi mánaða. Ég spáði því t.d í haust að þetta yrði mjög snjóþungur vetur!

Fyrsti veturinn sem ég man eftir að hafa ekki þurft að moka bílinn upp allan veturinn!

Reyndar hefur verið einhver snjór jú, en ekki neitt til að tala um.

Nú er kosninga baráttan að fara á fullt. Og hef ég hugsað mér að vera með nokkra mjög pólitíska pistla hér á þessu bloggi.

Rak nú reyndar augun í kosningaloforð frá samfylkingunni áðan: "400 ný öldrunarrými" Vá, ef maður hefur heyrt eitthvað áður ´þá er það þetta!

Það væri nærri lagi að moka pening í heilbrygðisgeirann, vinna upp biðlista og gera fólk það hraust að það geti bara séð um sig sjálft ;)

Svo er nú ekki nóg að bæta við rúmum eða rýmum, ef enginn er til að hugsa um gamla fólkið á þessum heimilum. Er ekki allt í lagi að sinna fólkinu svolítið betur fyrst?

Gæti verið að það þurfi kanski að gera þessar umönnunarstöður örlítið meira aðlaðandi fyrir fólk að sækja í ?

Svo eru íslendingar að drepa sjálfa sig og alla í kring með þessu innistæðulausa snobbi sínu.

Það er ekki nógu "fínt" lengur að vera bóndi, sjómaður, fiskverkandi eða bara almennur verkamaður lengur.

Nei, allir eiga að læra nógu mikið, verða háir herrar , fá fullt af peningum og verða sama um allt og alla í kringum sig!

Hvernig haldið þið að ísland liti út ef allir, já ég meina allir, færu í langskólanám og hér yrði ekki þverfótað fyrir læknum og lögfræðingum og öðrum fræðingum?

Sennilega myndi allt vaða í lögsóknum í garð lækna og allt löðrandi í sorpi, skít og öðrum óhroða sem þessi aðall myndi óhjákvæmilega skilja eftir sig.

Væri ekki bara alveg upplagt að minnka launamuninn (sem alveg spauglaust getur talið í miljónum áa mánuði) og gera öll störf eftirsóknaverð.

Þá hættir fólk að eltast við peninga í þessum og hinum geiranum, og fer loksins að vinna við það sem því finnst áhugavert.

Vá hvað ég yrði frábær einræðisherra :)

Till next...adios

No comments: