Sunday, June 08, 2008

Buzzy day

Ég dreif mig á fætur eldsnemma í gær og hljóp í kellingahlaupinu með Kathleen mágkonu. Það var rosa gaman þótt ég hafi gersamlega verið búin á því í lokin. En að fá fínan fjólubláan bol og gull verðlaunapening er nú ekki ónýtt ;) En við vorum pottþétt meðal þeirra 10 fyrstu að hlaupa 4 km. Svo var haldið upp á það með kaffi latte og stórri sneið af súkkulaðiköku með rjóma :)
Um kvöldið var okkur Kristjáni boðið í mat og svo fór ég á stór- skemmtilega tónleika með Túpílökunum :) Er pínu þreytt í dag eftir annir gærdagsins...en þetta var snilldardagur :)

Reyndar var hringt í mig frá sumarbúðunum í gær, Mikael var eitthvað hálf hnugginn, saknaði mömmu sinnar ógurlega, ég talaði við hann í síma í smá stund og vona að það hafi nú lagað líðan hans. Heyrði amk ekkert meira frá þeim. En auðvitað er nú pínu gott til þess að vita að hann sakni mín ;) bara ekki það mikið að það skemmi sumarbúðadvölina...enda sagði ég honum bara að skemmta sér með krökkunum og tíminn myndi líða fljótt.

Ætla að leggja mig aðeins og hjálpa svo Sverri að hlaupa á eftir gemlingunum :)

Ps. Er komin með Facebook :) kann ekkert á þetta ennþá og fólk má sennilega eiga von á að fá alskyns rugl frá mér á næstunni ;)

Hafið það gott í rigningunni krúttin mín :)

Till next...adios

2 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ:) Kíki af og til og fannst ég verða að kvitta fyrir. Hvernig fór svo með kennarann sem tekur þá ákvörðun einn og óstuddur að strákurinn þinn sleppi við sundkennslu??? Meiri vitleysan.

Elísabet Katrín said...

Hæ Sigrún, gaman að sjá þig hér :) Ég hef ekki enn náð í skottið á kennaranum, en talaði við skólastjórann og hann sagði að ég yrði að tala við kennarann...það er sko margt skrítið í skólakerfinu!