Hagkaup er búð þar sem Íslendingum finnst rándýrast að versla!!! Amk mér ;)
Eftir vinnu í dag, þá byrjaði ég á að borga tannlækninum hans Kristjáns og fór svo með strákana í Hagkaup, aðallega til að kaupa föt og stígvél á Mikael fyrir sumarbúðadvölina hans.
Í fyrsta lagi, þá er þetta dru... léleg búð (reyndar ekki sú eina) því úrvalið af strákafötum er lítið sem ekkert! Það mætti halda að strákar séu varla þriðjungur kynjanna á þessum aldri...en fyrir rest gátum við grafið upp tvennar gallabuxur, tvenna boli, eina peysu, regngalla, sokka og skó (engin fundust passleg sígvél í þessum leiðangri) og ég er ekki að ýkja þegar ég segi að þetta kostaði nú bara nálægt þrjátíuþúsundkallinum!!!! Ok, viðurkenni að ég keypti mér líka sokkabuxur og skóhorn...en thats it!
Það er sum sé dýrara að kaupa föt á barnið heldur en að borga dvölina í sumarbúðunum....athyglisvert!
En auðvitað þurfti ég hvort sem er að kaupa föt á krakkann hvort sem var...svo ég er steinhætt að væla ;)
Ég gat nú reyndar ekki stillt mig um að spyrja eina afgreiðslukonuna í barnadeildinni afhverju þau væru með svona lítið úrval...eða ekkert....í þessari stráka-stærð, og hún sagði að þau væru sko með mikið af þessum fötum, en þetta væri bara svo stór árgangur að þau kláruðust strax!!! hehehehe....oft hefur maður nú heyrt skemmtilegar afsakanir :)
Svo þetta hefur verið dýr dagur...fyrst tannsi og svo föt...ekki kanski heppilegt að standa í svona stórræðum sama daginn..hehe, annars fékk Kristján flúor á tennurnar og er búin að vera þvílíka dramadrottningin síðan, hrækjandi og kveinka sér í tíma og ótíma...á voða bágt og segist ekkert geta borðað vegna óbragðs! Svo skapið er eftir því "gott".
Það var líka hringt í mig frá BT í dag, þeir ætla að prufa að strauja tölvuna hans Kristjáns í von um að geta lagað hana þannig...annars er hún ónýt!
En þetta er nú allt saman alveg dásamlegt og lífið yndislegt :)
Till next...adios
Wednesday, June 04, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Já, mér hefur einmitt fundist ferlega erfitt að finna föt á Róberts aldur, eiginlega bara alveg síðan ég fékk hann. Þau eru of stór til að fást í barnafatabúðum, of lítil til að fást í fullorðinsbúðum, og þá er það bara Hagkaup, eða þvíumlíkt, og þar er einhvernveginn bara alltaf ferlega lítið úrval. Á meðan allsstaðar er allt fullt til af fötum á stelpur, allavega 0 - 2 og hálfs. Svo er ég eiginlega að lenda í sömu vandræðunum með Friðrik. Þ.e.a.s. ef mig langar í eitthvað á hann sem er ekki ljósblátt. ;-)
Strákar eru stórlega vanræktir af fatadeildum búða!!! Ég leitaði af belti fyrir Mikael í dag um allan bæ en hvergi til!!!
Post a Comment