Monday, June 09, 2008

Módel in action

Þegar ég var rétt ófarin í sveitina í kindahlaup, í gær, þá hringdi Helgi Þórsson í mig, en hann og konan hans hún Beate eru miklir fatahönnuðir, handverksfólk og snillingar. Þau ætla sum sé að hafa tískusýningu í Vaðlareitnum nk. föstudagskvöld og vantaði eitt auka módel vegna mikils dugnaðar þeirra við fatasaum! Auðvitað stökk ég til, eins athyglissjúk og ég er nú...og þurfti að mæta hjá þeim í myndatöku. Þetta var ákaflega skemmtilegt og sennilega ennþá skemmtilegra þegar ég fattaði í sveitinni hjá Sverri, eftir myndatökuna sum sé, að ég var kafmáluð með svartar rendur í hring um augun...enda horfðu kindurnar á mig stórum augum ;)
Það verður spennandi hvernig tekst til á föstudaginn, hvort ég enda ekki bara í tískubransanum í ....æ í einhverjum tískubransalöndum ;) hehe.

Till next...adios

2 comments:

Anonymous said...

Klukkan hvað eru herlegheitin á föstudaginn? Kannski maður kíki, fer eftir veðri þó. Sá þú hafðir fundið mig á facebook. Skráði mig þar fyrir löngu þegar ég fékk beiðni um það frá frænku minni en hef ekkert verið að nota það neitt. Kannski maður byrji á því núna. Kv. og "brake a leg" í sýningunni (eða segir maður það kannski ekki fyrir tískusýningar?)

Elísabet Katrín said...

Ég held að herlegheitin byrji kl.20:30 en skal upplýsa það nánar þegar nær dregur :) Já endilega nota Facebookið...ég er alveg að tapa mér í þessu ;) eins og flestu...hehe...