Tuesday, June 03, 2008

Nýja vinnan

Þá er maður byrjaður í nýrri sumarvinnu, er í eldhúsinu á Iðavelli, sem er leikskóli. Verð þar til 18.júlí en fer svo í sumarfrí og nenni ekki að vinna meira í sumar ;) Enda tómt ves að redda Mikael endalaust pössun...svo er ég líka löt, eins og marg oft hefur komið fram, og nenni barasta ekki að vinna meira í sumar :) kanski hjálpa ég jú Sverri bró eitthvað í heyskapnum...fer sennilega eftir því hversu mikið hann verður búinn að heyja þegar ég fer í frí ;)
Annars er þetta fín vinna á Iðavelli, ekkert stress og læti, en samt slatti að gera...verð að viðurkenna að ég er bara þreytt eftir tvo síðustu daga, en það er nú líka kanski vegna þess að þetta er talsvert öðruvísi vinna en sauðburður ;) aðallega heitt að vera svona inni.
Nú eru bara þrír dagar þar til að Mikael fer í sumarbúðir, og ég orðin spent ;) hann líka reyndar, honum finnst samt erfiðast að bíða eftir afmælinu sínu :)

Það er pínu skrítið ástand á heimilinu núna, PS3 tölvan hans Kristjáns biluð, svo stundum snýst hann bara í hringi og veit ekki alveg hvort hann er að koma eða fara...hehe, fór með hana í BT í dag til að láta kíkja á gripinn, sagði afgreiðslumanninum að það lægi ekkert á viðgerð, ég væri alveg róleg, hann glotti bara :D

Svo kom Sigga vinkona í heimsókn í gær, var í skreppiferð frá Norge, var verið að skíra barnabarnið hennar.....hummm, ég harðneita að vera jafngömul og fólk sem á barnabörn! ;)
hehe...
Well...best að elda kvöldmat handa gormunum...

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Jú Eló mín, þú verður víst að samþykkja aldurinn. Stubburinn minn er líka búinn að gera mig að ömmu!!
Kv Eygló