Það tekur á að undirbúa viku sumarbúðadvöl, held að ég og Mikael í sameiningu höfum verið síðustu þrjá tímana eða svo, að pakka niður og merkja föt. Mikael er reyndar orðinn mjög spenntur og að fá að pakka niður með mér kom rosa tilhlökkun af stað hjá honum, held að hann eigi eftir að fíla þetta í botn ;)
Skólinn (strákanna) gerir mig endalaust pirraða...náði að pirra mig á marga vegu í dag. Strákarnir fengu einkunnirnar sínar sendar og þar sé ég að á blaðinu hans Kristjáns er hann skrifaður með "vottorð" í sundi. Ég varð eitt spurningamerki í framan og spurði hann afhverju, hann sagði að sundkennarinn (sem væri sennilega í roti núna ef hann væri ekki framsóknarmaður) hafi skrifað þetta vottorð og hann Kristján sum sé einungis setið í heita pottinum á meðan að ég hef haldið að hann hafi synt og synt...veit ekki hvort þetta má án leyfis foreldra...ætla að hringja alveg brjáluð í skólann á morgun. Verst að ég hef ekki tíma til að fara sjálf í skólann, þarf að vinna og svo keyra Mikael á Vestmannsvatn.
Einnig varðandi Mikael, fékk póst frá fyrrum kennurum, þar sem þeir voru búnir að skipta bekknum upp í þrjá bekki (í stað eins stórs). Krakkarnir fengu nefnilega að velja sér þrjá vænlega bekkjarfélaga og það átti að ábyrgjast að þeir myndu lenda með amk einum af þeim. Mikael er auðvitað ekki með neinum þeirra í bekk sem hann valdi sér!
Veit ekki alveg hvort þetta er samsæri gegn mér...en maður spyr sig :/
Jæja, ætla í sturtu og upp í rúm og vona að ég sofi betur en síðustu nótt...geysp!
Till next...adios
Thursday, June 05, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Er ekki allt í lagi að rota sundkennarann þótt hann sé framsóknarmaður? Mér finnst það reyndar réttlæta að hann verði handrotaður!!;-) Er ekki annars svaka fjör í nýju vinnunni? Kv. Hanna
Já það er allt í lagi að handrota sundkennara;)
En varðandi síðustu færslu. Þá er ekkert spes að versla í hagkaup og ekkert rosa ódýrt og hefur úrvalið farið mikið versnandi. Ég fór á stjá síðasta sumar og ætlaði að kaupa axlabönd handa Emblu en það voru hvergi til axlabönd á Akureyri!!!!! Svo var ég stödd í Kaupfélagi Héraðsbúa þeirri yndislegu verslun og viti menn þar var axlabanda úrvalið!!!! órtúlegt
Post a Comment