Friday, June 06, 2008

Vestmannsvatn

Þá er litli stubburinn minn farinn á Vestmannsvatn og verður þar í sumarbúðum í heila viku!!! Á leiðinni austur segi ég við Mikael: "Það verður nú skrítið að sjá þig ekki í heila viku" og þá segir Mikael: "Mamma, stundum verða krakkar bara að gera eitthvað án þess að forledrarnir séu með"! Svo það verður sennilega eins og mig grunaði að þessi sumarbúðadvöl á sennilega eftir að verða örlítið erfiðari fyrir mig en hann ;)
Þegar við komum á staðinn þá var hann feiminn í ca. 15 sek. og var svo rokinn...enda hitti hann strax stráka sem bæði voru með honum í bekk og fyrrum leikskólafélaga...veit ekki hvort hann vill nokkuð koma heim eftir viku ;) En auðvitað var ég ánægð yfir því hvað hann var glaður með þetta allt og ekkert mál að ég færi. Svo vorkenndi hann bara Kristjáni ógurlega að hann færi ekki í sumarbúðir heldur hengi bara heima ;) ekki viss um að Kristján sé sammála því.

En þetta tekur greinilega á, því þegar ég kom heim seinnipartinn þá gerði ég það sem ég geri oftast þegar ég er barnlaus (Kristján er nú varla barn lengur) ég fór að sofa! Ætlaði það svo sem ekkert, en ég skreið upp í sófa, ætlaði að horfa á restina af Leiðarljósi, og steinsofnaði...var sum sé að vakna... rúmum 2 tímum seinna ;) geysp...geysp!

Jæja, best að reyna að borða kvöldmat og sofa svo pínulítið meira...eins gott að ég er aldrei með svokallaðar "pabbahelgar", ég væri alltaf sofandi ;)

Svo núna er bara að taka þá drasstísku hvort maður á að hlaupa í kellingahlaupinu á morgun... I´m gona sleep on it ;)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Hæ elsku dúllan mín,og já ég skil:)það er oft erfíðara fyrir okkur mömmurnar þegar við þurfum að skilja við þau í stuttan ja eða langan tíma,það er eins og manni finnist þau jafnvel halda manni gangandi frekar en ekki, hvernig verður það þegar þau fara að heiman og búa sjálf, úpps ég er hrædd um að þá verði maður að hafa nóg fyrir stafni hehe,,en svona er þetta örugglega hjá flestum góðum mömmum eins og þú ert elsku vinkona mín:) vonandi heyrumst við fljótt og koss frá mér:) þín vinkona.