Wednesday, July 30, 2008

Hitabylgja

Í dag ku hafa verið heitasti dagur ársins...en hvað er svo sem hægt að segja til um það núna, þegar sumarið er rétt að byrja??? Ég bara spyr!
Ég ráfaði stefnulaus og hálf sljó um í hitanum í dag með fjóra krakka...enduðum í Listigarðinum þar sem yngir krakkarnir hlupu í gegnum úðara eins og óð...og urðu sum sé hundblaut, en það var allt í lagi því þau voru þornuð áður en við komum heim aftur.
Svo settist ég út og las bók í blíðunni og var að hugsa um að fara og skokka (hlaupa) smá þegar Sverrir bró hringdi í mig og bauð mér í bagga...ég gat náttúrulega ekki sagt nei við því, en mikið er nú mikið púl að stafla böggum í tuttugu og eitthvað gráðu hita! Hef sennilega misst ein 3 kg. af vökva við þetta...en er að reyna að bæta fyrir það með að sötra bjór ;) er nú samt ekkert spes dugleg við bjórinn...þetta er bara einn stuttur bjór og ég að verða svo syfjuð að sennilega er ekkert vit í þessu sem ég skrifa núna!

Svei mér þá ef ég hef ekki tekið smá lit í dag!!!

Það komu vottar-Jehóa í heimsókn til mín um daginn og töluðu um endalok heimsins eins og þeir hafa gert sl. 100 ár eða svo...og maður á náttúrulega að iðrast til að eiga vísa vist í paradís...en ég fór að spá...eigum við ekki frekar að njóta þeirrar paradísar sem við lifum í hér og nú? Í stað þess að lifa í eilífum ótta um hvað verður?
Mér finnst ég amk lifa í paradís, hef allt til alls, æðisleg börn, bestu ættingja ever og frábæra vini og kunningja :) og svo skemmir ekki sólin og góða veðrið fyrir ;)
Ps. þetta er ekkert illa meint um votta-jehóa...bara smá pæling :)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Mikið er ég sammála þér með að njóta lífsins hér og nú í staðinn fyrir að eiga hugsanlega vist í paradís að þessu lífi loknu. Ég er ákaflega glöð að vera í sumarfríi þessa heitu sumardaga og nýt lífsins:-) Rembist (einmitt!) við að drekka bjórinn sem átti að drekkast á pallinum hjá Gústu um síðustu helgi. Hafið það gott kæra fjölskylda í góða veðrinu. Kv.