Monday, August 04, 2008

Flugeldar

Ég hélt það myndi rigna inn kommentum eftir síðustu færslu mína...annaðhvort frá reiðum vottum eða einhverjum skottum...en það klikkaði...nema ein :)
Það er dimmt úti...held að sumri sé tekið að halla...einu sinni fanst mér verslunarmannahelgin vera til marks um lok sumars, núna er hún meira svona til marks um miðju sumars ;) það hlýtur amk að vera slatti eftir :)
Var annars á þessari flottu flugeldasýningu áðan, svei mér þá ef það er ekki bara flottara að vera á íþróttavellinum frekar en á tröppunum hjá mér, að horfa á sýninguna...kanski maður reyni bara að gera þetta að árlegum viðburði...;) amk ef það er gott veður ;)

Ég var voðalega dugleg í dag og fór í tvær grillveislur, eina í sveitinni um hádegið sem var ljómandi skemmtileg...samt leiðinlegt að Kathleen mágkona skuli vera að æða til Liverpool eftir rúmar tvær vikur...svo fór ég í annað grill seinnipartinn...það var mun frjálslegra...svona vínlega séð ;) svo maður var bæði glaður og góðglaður þegar stefnan var tekin á íþróttavöllinn...sum sé alveg frábær dagur að kveldi kominn...eða að nóttu kominn þar sem klukkan er víst orðin eitt!

Hætt að mala í bili...lífið er dans á rósrauðu skýi með hoppi og híi :)

Till next...adios

No comments: