Monday, July 14, 2008

Hraun

Ég hef verið að hlusta á Rás 2 undanfarna daga í vinnunni, og komst að því að þetta með að hafa plötu eða plötur vikunnar er alveg snilld. Ég hafði nefnilega þá trú að hljómsveitin Hraun væri agaleg dauðarokkshljómsveit og væri vart fyrir miðaldra húsmæður eins og mig...en viti menn, þetta er hreint snilldar hljómsveit! Hraun er nefnilega með plötu vikunnar á Rás 2 og ég er búin að hlýða á þessa dásemdar tóna frá þeim í allan dag :) mæli með þessari plötu.

Nú eru aðeins 4 dagar fram að sumarfíi :) ég þarf samt að reyna að vera með einhver leiðindi í vinnunni á morgun, þar sem ég rak augun í það áðan að fíflin (sum sé fíflin á launadeild Ak.) hafa gert sér lítið fyrir og lækkað launin mín talsvert. Settu mig í að vera aðstoðarmatráður í stað matreiðslumanns II. Eins gott að þetta verði lagað, annars fær liðið ekkert að eta næstu 4 daga ;)

Alltaf er nú "gaman" þegar fólk í útvarpinu ruglar saman eða þekkir ekki merkingu málshátta eða orðatiltækja. Ég heyrði fullorðinn karlmann lýsa því yfir í útvarpinu í dag að: "þetta er þúfa sem varð að þungu hlassi"! Þar átti maðurinn við að eitthvað hafði vaxið með árunum, aðsókn að einhverju eða eitthvað svoleiðis. Kanski heldur blessaður maðurinn að þúfan verði að þungu hlassi og velti svo sjálfu sér ;) smá pæling.
Svo þoli ég ekki orðleysur sem er fari að nota í auglýsingum, eins og t.d. "Fríkeypis" arg...annað hvort er eitthvað frítt (sem er náttúrulega beint úr enskunni) eða ókeypis...ekki fríkeypis og hananú!!!

Læt röfli lokið í bili, tölum fallegt mál og segjum falleg orð við hvort annað ;)

Till next...adios

3 comments:

Anonymous said...

Sammála þér með málshættina. Fólk ætti að sleppa því að nota þá ef það skilur ekki merkingu þeirra. Man t.d. alltaf eftir manninum sem þakkaði öllum þeim sem lögðu árar í bát við gerð þáttar hans í útvarpinu! Jamms þá hló ég - eftir að ég fussaði yfir þessu!! Fékkstu ekki boðskort í dag í brúðkaup aldarinnar? Ekki spurning að mæta hjá þessum frábæru tilvonandi hjónum - og ekki seinna vænna að hætta að lifa í synd!!!

Elísabet Katrín said...

Jamms, fékk boðskort í stórbrúðkaupið í dag...nú getur maður farið að skoða í búðir og kaupa sér dress...ef það er ekki tilefni núna þá veit ég ekki hvað ;)

Sigga Lára said...

Hljómsveitin Hraun er aukinheldur að meira leyti í Hugleik heldur en Ljótu Hálfvitarnir. Og er þá heilmikið sagt.

Vona að veðrið reyni að haga sér um næstu helgi... eða kannski bara ekki, til að Sverrir komist með.