Tuesday, July 08, 2008

Hrós

Ég fékk hrós í vinnunni í dag, ekki svo sem eins og það sé í fyrsta skiptið, en þetta var bara svo einstaklega skemmtilegt. Það var nefnilega einn lítill gutti sem settist niður og fór að borða matinn sem ég hafði eldað í dag og sagði svo: "ummm, þetta er sko góður matur, þetta er bara alveg eins og á veitingahúsi". hehe...alltaf gaman að fá svona heiðarleg hrós frá litlum krökkum, þau eru sko ekkert að reyna að smjaðra fyrir einum eða neinum.
Svo heyrði ég samtal nokkura krakka í dag, þau voru greinilega að tala um einhverja sem hét Ásta, og ein lítil sagði: " Ásta byrjar á S og svo kemur Ö,... ÁSTA, sko bara!" :)
Já, það er gaman í vinnunni ;) reyndar alveg hellingur að gera þar sem ég verð bara ein og einráð í eldhúsinu næstu tvær vikurnar.
Annars hef ég verið að smá ná mér eftir rosa-risa flensuna sem ég fékk...hef bara ekki lent í öðru eins laaaaanga leeeeengi...er enn með smá hor, hósta og hálsbólgu, en þetta er allt á réttri leið...vonandi :)

Mikael Hugi er sokkin ofaní Pokémon-spila-söfunu...alveg forfallinn, hann fékk smá af afmælispeningunum sínum til að kaupa spil og fór með vini sínum í búðina í gær...svo þykjast þeir ætla að safna spilunum saman... sem virðist felast í því að Mikael á að leggja til peninga í spilakaup og vinur hans eiga helminginn á móti honum...hummm...og ekki nóg með það, ég fór út að borða í gærkveldi í góðra kvenna hópi, sem var náttúrulega svaka gaman, en þegar ég kom heim, þá hafði Mikael keypt eitt stórt spil af vini sínum á 8.000 kr.!!! Minn bara bjargaði sér og náði í peninginn sem ég hafði ætlað að leggja inn á reikninginn hans og borgað gaurnum si svona...ég varð náttúrulega alveg æf og las honum pistilinn og sagði að það yrði hans fyrsta verk morguninn eftir að fara til vinar síns og skila spilinu og fá peninginn til baka. Svo kom gaurinn morguninn eftir með peninginn, svo sennilega hafa fleiri mæður en ég skammast ;) Hann er samt ennþá að reyna að selja Mikael spilið en er kominn ofaní 2.500 kr.!!!!hehe...á greinilega framtíð fyrir sér í bisness ;)

Knúsumst um stund...

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Eru þau ekki æðisleg þessi börn:-)Gaman að fá svona einlægt hrós. Vi ses á morgun - ekki gleyma að mæta! Kv.